Íslandsmeistarar Víkings hafa frumsýnt nýja varatreyju en félagið birti mynd af henni á samskiptamiðla og heimasíðu sína í dag.
Treyjan er notuð í dag egn Vestra í Bestu deildinni og hefur fengið ansi góð viðbrögð hingað til.
,,Treyjan er óður til samfélagsins í 108; hverfinu sem tók félaginu opnum örmum árið 1953 og er sameinað undir merki Víkings tæpum 70 árum síðar. Treyjan er hvít sem er hinn hefðbundni litur á varatreyju Víkings allt frá stofnun félagsins. Götukort af 108 hverfinu er í forgrunni, það nær yfir brjóst, hægri öxl og ermi. Heimavöllur félagsins að Traðarlandi 1 er merktur á kortið með félagsmerki félagsins,“ kemur fram á heimasíðu félagsins.
Leikur Vestra og Víkings er farinn af stað en leikið er á AVIS vellinum þennan ágæta mánudag.
Treyjuna má sjá hér.
Ítalski stærðfræðingurinn Leonardo Fibonacci hélt því fram að talan 108 táknaði heild tilverunnar. Við erum sammála þeim útreikningum.https://t.co/t9ltroSnvx pic.twitter.com/zutgQLzYUt
— Víkingur (@vikingurfc) May 20, 2024