Aðalfundur Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA var haldinn 15. maí síðastliðinn í Húsi atvinnulífsins og í streymi fyrir félagsstarfið án staðsetningar. Unnur Elva Arnardóttir formaður FKA er að hefja sitt annað ár sem formaður og í stjórnendahópinn bættust við nýjar konur sem eiga öflugt starfsár í vændum. Afmælisár félagsins heldur áfram og heilmikil dagskrá framundan.
Á fundi nýkjörinnar stjórnar í framhaldi af aðalfundi var kosið í hlutverk varaformanns, ritara og gjaldkera og voru þær Guðrún Gunnarsdóttir varaformaður, Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir gjaldkeri og Andrea Ýr Jónsdóttir ritari endurkjörnar í þau hlutverk félagsins.
Þær stjórnarkonur sem sitja í stjórn FKA-Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA starfsárið 2024-2025 eru eftirfarandi:
Formaður Unnur Elva Arnardóttir – forstöðumaður Skeljungi (seinna ár sem formaður).
Varaformaður FKA Guðrún Gunnarsdóttir – framkvæmdastjóri Fastus – Stjórn til tveggja ára.
Ritari FKA Andrea Ýr Jónsdóttir framkvæmdastjóri Heilsulausna & hjúkrunarfræðingur – Hálfnuð með kjörtímabil í stjórn – eitt ár eftir.
Gjaldkeri FKA Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir framkvæmdastjóri, hundaræktandi & eigandi Gæludýr.is og Home&you – Stjórn til tveggja ára.
Grace Achieng – stofnandi & framkvæmdastjóri Gracelandic – Hálfnuð með kjörtímabil í stjórn – eitt ár eftir.
Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir – eigandi hugbúnaðarfyrirtækisins GET Ráðgjöf ehf. – Stjórn til tveggja ára.
Guna Mežule – rekstrarstjóri TEYA. – Varakona nr. 3 til eins árs.
Helga Björg Steinþórsdóttir – stofnandi og með eigandi AwareGO. Hálfnuð með kjörtímabil í stjórn – eitt ár eftir.
Jasmina Vajzovic Crnac – stjórnmálafræðingur og eigandi IZO ráðgjöf. – Varakona nr. 1 til eins árs.
Sandra Yunhong She – framkvæmdastjóri og eigandi Arctic Star ehf. – Varakona nr. 2 til eins árs.
„Félagið vill tryggja tækifæri samfélagsins til að njóta sérfræðiþekkingar og reynslu kvenna, auk þess að vera leiðandi hreyfiafl með fjölbreytta starfssemi víðs vegar um landið,“ segir Unnur Elva Arnardóttur forstöðumaður Skeljungi glöð í bragði eftir aðalfund FKA. „Ég er að hefja mitt annað ár sem formaður FKA. Opnunarviðburður FKA er á dagskrá 5. september og þangað til er heilmargt í gangi hjá félaginu. Dóru Eyland og Bergrúnu Lilju Sigurjónsdóttur sem nú kveðja þakka ég vel unnin störf fyrir félagið og er spennt að hefja starfið með nýrri stjórn þar sem Guna, Jasmina, Sandra koma nýjar inn í varastjórn.“
Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir sviðstjóri fólks, upplýsinga og þróunar hjá Vinnueftirlitinu var fundarstjóri. Rakel Jensdóttir lögmaður og eigandi fyrirtækisins Hvilft Lögfræðiráðgjöf var ritari fundar. Rakel átti sæti í kjörstjórn ársins og með henni Iðunn Kristín Grétarsdóttir, Rakel Jensdóttir, Sara Dögg Davíðsdóttir Baxter, Sunna Rós Þorsteinsdóttir og formaður kjörstjórnar Fjóla Friðriksdóttir.
Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir eigandi og framkvæmdastjóri GET Ráðgjafar ehf. var með flest atkvæði í stjórnarkjöri, Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir með næst flest atkvæði, Guðrún Gunnarsdóttir þriðja inn og taka þær sæti í stjórn FKA til tveggja ára. Næstar inn voru þær Jasmina Vajzovic Crnac, Sandra Yunhong She og Guna Mežule sem eru þær þrjár sem taka varasæti til eins árs í stjórn FKA.
Vill félagið þakka öllum þeim sem tóku þátt í aðalfundi á einhvern hátt sem og frambjóðendum, stjórn og öðrum sem komu að framkvæmd fundar og öllum þeim sem hafa tekið þátt í umræðu um lög félagsins og stefnumarkandi ákvarðanir.