fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Málfræðingur ver viðtengingarhátt – „Hvar er sómakennd ykkar?“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 16. maí 2024 19:30

Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú um stundir standa yfir pólitískar ofsóknir á hendur viðtengingarhætti þátíðar. Fréttafólk á hinum ýmsu miðlum neitar að nota fullkomlega eðlilegar sagnmyndir líkt og gengi, færi, nyti eða fengi og hafa einfaldað mál sitt svo um munar með óhóflegri notkun hjálparsagna,“

segir Þorbjörg Þorvaldsdóttir málfræðingur og verkefnastýra Samtakanna ’78. Spyr hún hvers viðtengingarhátturinn eigi að gjalda.

„Nú segir margt málsmetandi fólk í sífellu myndi ganga, myndi fara, myndi njóta, myndi fá og það má nú segja ýmislegt misjafnt um þau sem ekki nota viðtengingarhátt yfir höfuð – hvorki á hjálpar- né aðalsögnum. Engin áhersla er lögð á þetta grundvallaratriði í grunnskólum þessa lands og málnotkunin er hvergi leiðrétt né bent á að til eru fullkomlega eðlilegar sagnmyndir í viðtengingarhætti þátíðar sem rétt væri að nota í miklu meira mæli.

Við þau sem telja að þetta sé náttúrulegur breytileiki í málinu vil ég segja: Hvar er sómakennd ykkar? Hvar er virðingin fyrir íslenskunni? Það er ótækt að viðtengingarhætti þátíðar sé sópað út af borðinu með þessum hætti án nokkurrar umhugsunar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT