fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Diljá vill að RÚV haldi aftur af sér – „Spurn­ing­in er hvar Rík­is­út­varpið dúkk­ar upp næst“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. maí 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, hefur efasemdir um framgöngu RÚV og telur að stofnunin þurfi að hafa hemil á sér varðandi það að víkka út starfsemi sína. Þetta kemur fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Hún gerir til dæmis athugasemd við það að RÚV framleiði sína eigin hlaðvarpsþætti á kostnað skattgreiðenda og efast um að sú hlaðvarpsgerð sé í almannaþágu. Henni þykir einnig vafasamt að RÚV reki TikTok-rás. Rifjar hún upp orðaskipti sín og Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um þetta. Segir hún þær tvær hafa ólíka sýn á útvíkkun starfsemi RÚV:

„Á sömu nót­um spurði ég ráðherr­ann út í rekst­ur rík­is­miðils­ins á TikT­ok-rás á dög­un­um, þar eð Morg­un­blaðið hafði fjallað um minn­is­blað frá fundi stjórn­ar RÚV um málið. Ég hafði áhuga á að heyra af­stöðu hæst­virts ráðherra til TikT­ok-vafst­urs RÚV og hvort hún teldi það vera hlut­verk rík­is­fjöl­miðils. Ráðherr­ann vísaði aft­ur til þess að sam­fé­lagið þróaði þjón­ustu sína í takt við örar sam­fé­lags­breyt­ing­ar. Með TikT­ok væri hægt að ná til yngri kyn­slóða og því teldi ráðherr­ann „ekk­ert óeðli­legt“ við notk­un RÚV á TikT­ok.

Við menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra höf­um ólíka sýn á út­víkk­un starf­semi RÚV, en ég vildi gjarn­an sjá rík­is­miðil­inn halda aft­ur af sér. Ég hef full­an skiln­ing á því að það hafi úr mikl­um fjár­mun­um að moða. Spurn­ing­in er hvar Rík­is­út­varpið dúkk­ar upp næst.“

Spurði út í fréttaskýringu Maríu Sigrúnar

Diljá telur að Lilja geri of lítið úr eftirlitshlutverki sínu gagnvart RÚV og telur svör hennar um Kveiksmálið sem kom upp fyrr í mánuðinum bera þess merki:

Ég spurði ráðherra sömu­leiðis út í frétta­skýr­ingu Maríu Sigrún­ar Hilm­ars­dótt­ur frétta­manns. Eins og kunn­ugt er var hún lát­in fara úr frétta­skýr­ingaþætti RÚV meðan hún vann að innslagi um meinta gjafa­gjörn­inga Reykja­vík­ur­borg­ar til olíu­fé­laga. Eft­ir nokk­urt þref og mik­inn þrýst­ing, sem skapaðist auðvitað við af­hjúp­un Maríu, var frétta­skýr­ing henn­ar loks birt í öðrum þætti á RÚV. Um­fjöll­un­in var slá­andi og lands­menn eiga heimt­ingu á að fá að sjá hvernig staðið var að þess­um samn­ing­um borg­ar­inn­ar. Þar geri ég enga at­huga­semd við lög­bundið hlut­verk Rík­is­út­varps­ins. Ég óskaði eft­ir skoðun ráðherra á mál­inu og hvort hún teldi málið hafa skaðað trú­verðug­leika RÚV.

Menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra vísað til „rit­stjórn­ar­leg[s] sjálf­stæði[s]“ RÚV og taldi ekki við hæfi að hún blandaði sér í umræðu um málið. Hún tók það fram að traust til Rík­is­út­varps­ins væri „býsna mikið“. Mér finnst ráðherra gera held­ur lítið úr eft­ir­lits­hlut­verki sínu.

Diljá telur að RÚV hafi sannarlega rækt hlutverk sitt með því að birta umfjöllun Maríu Sigrúnar í Kastljósi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo

Ljúka við stóran áfanga í afhendingu á kerfi fyrir stjórnun flugumferðar í Ungverjalandi og Kosovo
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“