fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

169 einstaklingar sem finnast ekki

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. maí 2024 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra eru 169 einstaklingar, sem áður voru umsækjendur um alþjóðlega vernd og komnir með verkbeiðni hjá embættinu um flutning úr landi, skráðir í lögreglukerfi LÖKE í stöðunni „finnst ekki“.

Þetta kemur fram í svari Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins.

Fyrirspurn Ingu var svona:

Hversu margir einstaklingar, sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd á Íslandi, hafa ekki yfirgefið landið í kjölfarið og ekki er vitað hvar þeir eru staddir hér á landi?

Í svarinu kemur fram að um sé að ræða 169 einstaklinga sem finnast ekki.

„Það þýðir að þeir hafa ekki fundist þegar kom að flutningi úr landi þrátt fyrir að ítrekað hafi verið reynt að ná í þá. Ekki er vitað hvar þeir eru staddir, þ.e. hvort þeir séu hér á landi eða erlendis. Þessi tölfræði tekur mið af fjölda verkbeiðna sem hafa borist embættinu frá árinu 2019.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“