fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Ók drukkinn og á ofsahraða þegar banaslysið varð – Nú er búið að kveða upp dóm í málinu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. maí 2024 13:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í níu mánaða fangelsi fyrir hegningar- og umferðarlagabrot vegna banaslyss sem varð á Meðallandsvegi sunnan við Kirkjubæjarklaustur sumarið 2022.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis langt yfir leyfilegum hámarkshraða með þeim afleiðingum að hann missti stjórn á bifreiðinni. Fór hún þvert yfir báðar akreinar vegarins og hafnaði utan vegar og valt fjórar veltur. Í ákæru kemur fram að bifreiðinni hafi verið ekið á allt að 174 kílómetra hraða þar sem leyfður hámarkshraði var 90 kílómetrar á klukkustund.

Fjallað var um slysið í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa í október síðastliðnum.

Þrír farþegar voru í bifreiðinni auk ökumanns en farþegi sem sat í miðju aftursæti, tvítug kona, lést í slysinu. Farþegar í framsæti og vinstra aftursæti slösuðust alvarlega og voru fluttir með þyrlu á bráðamóttöku í Fossvogi. Ökumaðurinn slasaðist ekki alvarlega en var undir eftirliti læknis á Kirkjubæjarklaustri eftir slysið. Í ákæru kemur fram að vínandamagn í blóði hafi verið 1,23‰.

Maðurinn játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi en í dómi héraðsdóms, sem féll þann 2. maí síðastliðinn, er tekið fram að maðurinn hafi sýnt mikla iðrun og ljóst sé að sakarefni málsins hafi verið honum þungbært.

„Refsing ákærða er hæfilega ákveðin fangelsi í níu mánuði. Að virtum atvikum máls og að teknu tilliti til skýlausrar játningar ákærða og þess að hann hefur ekki áður sætt refsingu, þykir rétt að fresta fullnustu sex mánaða refsingarinnar og skal sá hluti hennar falla niður að liðnum tveimur árum haldi ákærði almennt skilorð,“ segir í dómnum.

Manninum var einnig gert að greiða samtals níu milljónir króna í miskabætur vegna slyssins og 1,3 milljónir til viðbótar í skaðabætur. Loks var honum gert að greiða rúmar 1,8 milljónir króna í sakarkostnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks