Frambjóðendur til embættis forseta Íslands, alls 12 talsins, mætast nú kappræðum í sjónvarpssal RÚV. Mikil spenna er hlaupin í kosningarnar og kappræðurnar eru taldar vera stórt tækifæri fyrir frambjóðendur til að auka fylgi sitt.
Nýjasta skoðanakönnun um fylgi frambjóðenda birtist í dag og í Þjóðarpúlsi Gallup er Halla Hrund Logadóttir efst með 36%, Katrín Jakobsdóttir er í öðru sæti með 32% og Baldur Þórhallsson er með 19%.
Aðrir frambjóðendur eru nú sem stendur langt á eftir þessum þremur en Jón Gnarr er kemur næstur með 10%.
Fylgjast má með umræðunum hér.