Einn liður í kappræðum forsetaframbjóðenda í kvöld (sjá hér) eru spurningar frambjóðenda hvers til annars.
Helga Þórisdóttir kom með óvænta spurningu til Jóns Gnarrs. Hún spurði hann hvort við fengjum ísbjörn á Bessastaði ef hann yrði forseti.
„Já, það yrði þá í líki hundsins míns, Klaka,“ svaraði Jón Gnarr hiklaust. Hann sagði síðan að hann myndi líklega ekki komast upp með að koma með raunverulegan ísbjörn á Bessastaði.
Spurningatími milli frambjóðenda stendur yfir núna á meðan þessi frétt er skrifuð. Sumir frambjóðendurnir fá nokkuð hvassar spurningar, til dæmis Halla Hrund, en í gegnum spurningarnar skín gagnrýni þess efnis að afstaða hennar til vikjana sé ekki skýr, en Halla Hrund er fráfarandi orkumálastjóri.