fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. apríl 2024 14:36

Harvey Weinstein.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áfrýjunardómstóll í New York-ríki hefur komist að þeirri niðurstöðu að rétta þurfi aftur yfir kvikmyndamógúlnum Harvey Weinstein. Weinstein var sakfelldur árið 2020 fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn tveimur konum. Hlaut hann 23 ára fangelsisdóm.

Áfrýjunardómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að Weinstein hefði ekki notið réttlátrar málsmeðferðar. Ástæðan var sú að dómstóllinn leyfði saksóknurum að nota vitnisburð til að sakfella Weinstein sem kom málsmeðferðinni ekki við. Alls báru sex konur sem sakað hafa Weinstein um kynferðisbrot vitni í málinu og var dómstóllinn á því að sumar þeirra tengdust ekki málinu með nokkrum hætti.

Þannig hafi Weinstein verið sakfelldur fyrir ,meinta hegðun sína yfir nokkura ára tímabil en ekki aðeins fyrir þá glæpi sem hann var ákærður fyrir.

Weinstein mun þó ekki geta um frjálst höfuð strokið eftir úrskurðinn. Hann mun sitja áfram í fangelsi því niðurstaðan nær ekki til 16 ára dóms sem hann hlaut í Los Angeles í fyrra fyrir nauðgun og kynferðisbrot.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“