fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 08:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa að kvöldi föstudagsins 9. september 2022 slegið sérhæfðan starfsmann á slysadeild í hægra gagnaugað, gripið um hnakka hans og rifið starfsmannabol og klórað háls hans.

Afleiðingarnar voru þær að starfsmaðurinn hlaut línulaga yfirborðsskrámur og marbletti aftanvert á hálsinum, dreifð eymsli á hálsi beggja vegna, væg eymsli yfir vöðvum í hálsi beggja vegna og væga bólgu og eymsli yfir hægra gagnauga.

Árásarmaðurinn játaði brot sitt en hann á að baki langan sakaferil sem nær allt aftur til ársins 1993. Þótti þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi hæfileg refsing.

Þá var manninum gert að greiða samtals tæpar 300 þúsund krónur í málsvarnarþóknun verjanda síns og í annan sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum
Talaði Trump af sér?