fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Guðmundur H. Garðarsson er látinn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. apríl 2024 07:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur H. Garðarsson, fyrrverandi alþingismaður, er látinn 95 ára að aldri.

Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag.

Guðmundur var kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 1974 en áður hafði hann tekið sæti sem varaþingmaður. Hann sat á þingi allt til ársins 1991 og kom tvisvar eftir það á þing sem varaþingmaður.

Áður en hann settist á þing árið 1974 kom hann víða við í atvinnulífinu og var meðal annars skrifstofustjóri hjá Iðnaðarmálastofnun Íslands á árunum 1955 til 1961 og fulltrúi og ritari stjórnar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna árin 1961 til 1987.

Þá var hann vormaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur á árunum 1957 til 1979 og átti sæti í miðstjórn ASÍ á árunum 1966 til 1976.

Þá sat hann í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, bankaráði Verzlunarbanka Íslands og Íslandsbanka svo fátt eitt sé nefnt.

Eiginkona Guðmundar var Ragnheiður Guðrún Ásgeirsdóttir læknaritari. Hún lést árið 2008. Synir þeirra eru tveir; Guðmundur Ragnar og Ragnar Hannes og barnabörnin eru fjögur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti