Guðmundur H. Garðarsson, fyrrverandi alþingismaður, er látinn 95 ára að aldri.
Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag.
Guðmundur var kjörinn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 1974 en áður hafði hann tekið sæti sem varaþingmaður. Hann sat á þingi allt til ársins 1991 og kom tvisvar eftir það á þing sem varaþingmaður.
Áður en hann settist á þing árið 1974 kom hann víða við í atvinnulífinu og var meðal annars skrifstofustjóri hjá Iðnaðarmálastofnun Íslands á árunum 1955 til 1961 og fulltrúi og ritari stjórnar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna árin 1961 til 1987.
Þá var hann vormaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur á árunum 1957 til 1979 og átti sæti í miðstjórn ASÍ á árunum 1966 til 1976.
Þá sat hann í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, bankaráði Verzlunarbanka Íslands og Íslandsbanka svo fátt eitt sé nefnt.
Eiginkona Guðmundar var Ragnheiður Guðrún Ásgeirsdóttir læknaritari. Hún lést árið 2008. Synir þeirra eru tveir; Guðmundur Ragnar og Ragnar Hannes og barnabörnin eru fjögur.