fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Foreldrar furða sig á niðurskurði Reykjavíkurborgar varðandi sundlaugarnar – „Er ég ein um að skilja ekki þessa ákvörðun?“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 7. apríl 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá og með deginum í gær hefur Reykjavíkurborg stytt opnunartíma sundlauga sveitarfélagsins um klukkustund. Það þýðir að sundlaugunum er lokað frá kl.21 um helgar . Markmið borgarinnar er að spara fjármuni með þessari aðgerð, einhverjar 20 milljónir króna á ársgrundvelli, en margir foreldrar eru á þeirri skoðun að þar sé verið að spara aurinn en kosta krónunni. Sundferðir séu einfaldlega mikilvægt lýðheilsumál og sérstaklega fyrir unglinga á höfuðborgarsvæðinu.

„Af hverju að reka þjóðlega, skjálausa og vímulausa æsku upp úr sundi?“

Bryndís Ísaföld Hlöðversdóttir, stjórnmálafræðingur og ráðgjafi, er ein þeirra sem hefur tjáð sig með gagnrýnum hætti um þessa ákvörðun borgarinnar. Segir hún að hana skjóta skökku við í ljósi eftirspurnarinnar eftir sundferðum. Ekki  sé ekki langt síðan að opið var um kl.23 um helgar og þá hafi tilraun með miðnæturopnun verið slegin af því vinsældirnar hafi einfaldlega verið of miklar.

„Verandi foreldri unglinga og ungmenna þá hefði ég haldið að tilvalið sé að hafa opið sem lengst, helst til miðnættis um helgar. Þarna eru ungmennin í skjálausri og vímuefnalausri samveru, sem kemur í stað sjoppu- og símahangs. Og ekki bara það heldur verða ferðir í sund brátt vottaðar sem hluti menningaarfi Íslendinga ef UNESCO samþykkir tillögu ráðherra menningamála.
Af hverju að reka þjóðlega, skjálausa og vímulausa æsku upp úr sundi þegar hún getur chillað í lauginni með öruggar rúsínufingur og rúsínutásur frameftir kvöldi? Er ég ein um að skilja ekki þessa ákvörðun?,“ skrifar Bryndís.

11 krónur á hvern sundlaugargest

Guðmundur Jörundsson, fatahönnuður, er á sömu skoðun og Brynhildur og skilur ekkert í ákvörðun borgarinnar.

„Unglinga vantar staði til að vera á, held þeir verði ekki mikið betri en sundlaugar. Enginn skjár bara tengsl, vatn & útivera. Þætti nær að lengja opnun sundlauga til 23. Það besta sem þetta land á fyrir andlega og líkamlegu heilsu eru allar þessar sundlaugar okkar,“ skrifar Guðmundur og bendir svo á hversu lág upphæð sparast.

„20 mkr sparast á ári við skerðinguna. Síðastliðið ár syntu 1,8 milljón gesta. Það myndi gera 11 kr. per gest að brúa þessar 20 milljónir króna,“ skrifar Guðmundur og leggur til að aðgangseyririnn verði frekar hækkaður um 20 krónur í hvert skipti til að hafa borð fyrir báru. „Myndu ekki allir frekar velja þann kost?,“ skrifar Guðmundur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Í gær

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?