Í dag er þingfest fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra mál gegn manni sem ákærður er fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Um er að ræða atvik sem gerðist við Strandgötu 3 á Akureyri, aðfaranótt sunnudagskins 25. september árið 2022.
Er hinn ákærði sagður hafa slegið manni í höfuðið með glerglasi, með þeim afleiðingum að brotaþolinn féll í jörðina, og í framhaldinu hafi hann slegið hann þrisvar til fjórum sinnum í höfuðið. Hlaut brotaþolinn sjö sentimetra langan skurð á enni, brot upp úr jaxli vinstra megin og tönn í neðri gómi hægra megin brotnaði.
Héraðssaksóknari gerir kröfu um að hinn ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Fyrir hönd brotaþolans er gerð krafa um miskabætur upp á 900 þúsund krónur.