Oddvitar ríkisstjórnarinnar vörðust frétta af ríkisstjórnarfundi sem er nýlokið. RÚV greinir frá.
Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur hefði borið á góma á fundinum. Hann staðfesti hins vegar ekki framboðið.
„Katrín á næstu klukkustundir í opinberri umræðu,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra.
Ljósmyndari DV var á vettvangi og tók meðfylgjandi myndir. Búist er við að Katrín tilkynni framboð sitt og biðjist lausnar sem forsætisráðherra síðar í dag.
Katrín sagði við fjölmiðla þegar hún gekk út af ríkisstjórnarfundinum að hún væri á leiðinni upp í Stjórnarráð. „Ég sé ykkur seinna,“ sagði hún við fjölmiðlamenn án þess að veita frekari viðtöl. (RÚV).