fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Lego fjárfestir fyrir hundruð milljóna í íslenskri ryksugu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 07:30

Lego er sívinsælt. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danski leikfangaframleiðandinn Lego hefur fjárfest fyrir hundruð milljóna í íslenskri ryksugu. Það hljómar kannski undarlega að leikfangaframleiðandi leggi nokkur hundruð milljónir í ryksugu á Íslandi en það er nú samt sem áður dagsatt.

Jótlandspósturinn skýrir frá þessu og segir að Lego og eignarhaldsfyrirtækið Kirkbi, sem á Lego, hafi fjárfest fyrir sem svarar til um 400 milljóna íslenskra króna í CO2-ryksugu hér á landi. Hún á að draga CO2 úr andrúmsloftinu og þar með koma við sögu við að uppfylla loftslagsmarkmið Lego.

Lego gerði níu ára samning við fyrirtækið Climeworks sem er fyrirtækið á bak við „direct air capture“. Með þessari tækni er CO2 dregið úr andrúmsloftinu og dælt niður í jörðina hér á landi.

Um langtímasamning er að ræða þar sem Lego og Kirbi kaupa þjónustu fyrirtækisins sem er hægt að nota til að mótreikna CO2-losun fyrirtækjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks