fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Ákært fyrir umfangsmikil fíkniefnabrot í sumarhúsum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 21. mars 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag er fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjaness í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem sex manneskjur eru ákærðar. Ákært er vegna brota sem eru sögð framin vorið 2022.

Í fyrsta ákærulið eru fjórar manneskjur ákærðar fyrir að hafa haft í vörslum sínum í jarðhýsi við sumarhús á ónefndum stað tæplega 3,5 kg af kannabislaufum, um 1,5 kg af af maríhúana og 91 kannabisplöntu. Eru þau sökuð um að hafa ræktað kannabisplönturnar. Lagði lögregla hald á þessi fíkniefni við leit en einnig fann hún við rannsókn sama máls tæplega 10 kg af maríhúana í öðru sumarhúsi.

Fimmti sakborningurinn er ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum 780 g af maríhúana sem hann tók við frá einum af sakborningunum sem ákærðir eru í fyrsta ákærulið.

Í þriðja ákærulið er kona, sem er ein fjórmenninganna, ákærð fyrir að hafa haft í fórum sínum rúmlega 86 g af maríhúana og 40 ml af kannabisblönduðum vökva sem lögregla fann við leit í fyrrnefnda sumarhúsinu, og er sumarhúsið sagt vera heimili konunnar.

Þess er krafist að sakborningarnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Krafist er upptöku á fíkniefnunum sem voru haldlögð og alls kyns búnaðar sem notaður eru til fíkniefnaframleiðslu. Auk þess er krafist upptöku og töluverðu af reiðufé. Er þetta orðað svo í ákæru:

„Krafist er upptöku á 3.445 g af kannabislaufum, 11.930 g af maríhúana, 91 kannabisplöntu, 40 ml. af kannabisblönduðum vökva, 36 gróðurhúsalömpum, 16 þurrkgridum, 50 straumbreytum, 7 viftum, 2 kolasíum, vatnsbóli úr plasti, 2 hitablásurum, 22 vatnsdælum, skilvindu, sbr. munaskrá nr. 162510, rakatæki, 9 gróðurhúsalömbum, hitablásara, 3 straumbreytum, sbr. munaskrá nr. 163602 með vísan til 6. og 7. mgr. 5. gr. laga um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974 og 2. mgr. 14. gr. reglugerðar um ávana- og fíkniefni og önnur eftirlitsskyld efni nr. 233/2001, sbr. reglugerð nr. 848/2002. Þá er krafist upptöku á kr. 1.500.000,-, 300 USD, 25 pundum og 15 evrum, sem fannst við leit á heimili ákærða F, með vísan til 1 tl. 1. mgr. 69. gr. b almennra hegningarlaga nr. 19/1940.“

Þess má geta að meint brot eins sakborningsins eru ekki tilgreind í ákærunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks