fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

IKEA hlýtur Umhverfisverðlaun Terra 2023

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 15. mars 2024 15:05

Valgerður Sigrúnar Vigfúsardóttir, forstöðumaður viðskiptadeildar Terra, og Elísabet Magnúsdóttir viðskiptastjóri fyrirtækisins, afhentu Svanhildi Hauksdóttur, Stefáni Dagssyni og Guðnýju C Aradóttur verðlaunin í IKEA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

IKEA hlaut í vikunni umhverfisverðlaun Terra 2023 fyrir framúrskarandi, markvissan og eftirtektarverðan árangur og ábyrga stefnu í umhverfismálum. Þetta er í fjórða skipti sem Umhverfisverðlaun Terra eru veitt eins og segir í tilkynningu.

,,Við hjá Terra upplifum einstaklega mikinn meðbyr hjá starfsfólki IKEA þegar kemur að flokkun og sjáum við fram á áframhaldandi frábært samstarf þegar kemur að því að hámarka þá vegferð að breyta úrgangi í auðlind,“ segir Valgerður Sigrúnar Vigfúsardóttir, forstöðumaður viðskiptadeildar hjá Terra.

Í rökstuðningi tilnefningarinnar kom meðal annars fram að IKEA hefur lagt mikið af mörkum við að auka umhverfisvitund landsmanna. IKEA leggur mikla áherslu á flokkun úrgangs og að flokka hann vel. Fyrirtækið hefur verið með gáma fyrir jólatré eftir jólin og tekið á móti ónýtum jólaseríum, sem minnir fólk á að það er mikilvægt að koma úrgangi í réttan farveg. IKEA tekur auk þess á móti harðplasti sem er sent til endurvinnslu hjá frumkvöðla fyrirtækinu Plastplan og er það gert sýnilegt í versluninni til að minna þannig á að úrgangur er auðlind. IKEA hefur unnið með Terra frá upphafi framkvæmda við nýtt vöruhús í að finna bestu lausnina varðandi úrgangsmál og flokkun.

,,Terra vill hvetja fólk og fyrirtæki til þess að flokka og endurvinna betur. Úrgangur er ekki bara úrgangur heldur er um verðmæti að ræða sem er mikilvægt að fara vel með og ná honum aftur inn í hringrásarhagkerfið,“ segir Valgerður og bætir við að Umhverfisverðlaunin séu hvatning til allra að gera betur.

,,Hlutverk Terra er að vinna með fyrirtækjum, opinberum aðilum og einstaklingum, sem þjónustuaðili og ráðgjafi. Við komum svo að söfnun úrgangs og komum honum í réttan farveg til endurnýtingar og endurvinnslu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur