„Lögreglan á Suðurlandi hefur farið með rannsókn á eldsupptökum og notið við það aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu og brunasérfræðings frá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun.
Rannsóknin hefur leitt í ljós að um íkveikju var að ræða og hefur töluverður fjöldi skýrslna verið tekin af fólki vegna málsins,“ segir í tilkynningu lögreglu.
Þar segir enn fremur að rannsókn lögreglu hafi miðað vel og lögregla hafi góða mynd af atburðum. Nokkur ungmenni hafa stöðu sakborninga í málinu og rannsóknin unnin í samráði við barnaverndaryfirvöld.