fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Guðni Th. og Guðmundur ræddu laka stöðu kvenfanga

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 14. mars 2024 14:30

Guðmundur Ingi og Guðni Th,

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, áttu fund saman á Bessastöðum í gær. Tilefni fundarins var staða kvenna í íslenskum fangelsum eins og kemur fram í tilkynningu frá Afstöðu félags fanga á Íslandi.

Í fyrra kom út tvær skýrslur um málefnið, annars vegar skýrsla umboðsmanns Alþingis „Konur í fangelsi“ og hins vegar skýrsla Ríkisendurskoðunar: „Aðbúnaður, endurhæfing og árangur“.

Staða kvenfanga lakari en karlfanga

Í skýrslu umboðsmanns Alþingis frá því í júlí 2023 kemur fram að staða kvenna er lakari samanborið við karlfanga. „Ástæðurnar má að verulegu leyti rekja til færri vistunarúrræða og þess að konur kunna að vera vistaðar í Fangelsinu Hólmsheiði um lengra skeið þar sem fangelsin að Litla-Hrauni og Kvíabryggju eru einungis ætluð körlum. Lakari staða kvenna birtist þó einnig í því að í ýmsu hefur ekki verið tekið nægilegt tillit til sérstöðu þeirra við afplánun enda ekki verið mótuð heildræn stefna um vistun kvenfanga. Þetta kemur fram í þemaskýrslu umboðsmanns um aðbúnað og aðstæður kvenna í fangelsum hér á landi.“

Skýrsla Ríkisendurskoðunar er frá byrjun desember 2023 og í henni kemur fram að aðstæður kvenfanga séu óásættanlegar. Segir í skýrslunni: „Rík­is­end­ur­skoðun tel­ur með öllu óverj­andi að aðstöðumun­ur á grund­velli kyns sé jafn mik­ill og raun ber vitni og að ekk­ert sér­stakt vist­unar­úr­ræði sé til staðar fyr­ir kven­fanga,“ Þá er sér­stak­lega tekið fram að al­mennt sé lagt upp með full­kom­inn aðskilnað kynja og tel­ur Rík­is­end­ur­skoðun að hug­mynd­ir dóms­málaráðuneyt­is­ins um stækk­un fang­els­is­ins Sogni frá því í sept­em­ber komi ekki að fullu til móts við ábend­ing­ar umboðsmanns Alþing­is í þess­um efn­um.

Lítið sem ekkert hefur breyst þegar kemur að stöðu kvenfanga hérlendis þrátt fyrir ofangreindar skýrslur, auk áralangra athugasemda Afstöðu og erlendra eftirlitsaðila. Afstaða sá sig knúna til að leita áheyrnar hjá Forseta Íslands og varði fundurinn um klukkustund.

Í tilkynningu forsetaembættisins kemur fram að: „Forseti fundaði með Guðmundi Inga Þóroddssyni, formanni Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun. Rætt var um leiðir til að auka vægi betrunar í fangelsum, meðal annars með auknum möguleikum til menntunar og öðrum forvirkum aðgerðum þannig að líklegra sé en ella að fangar geti skapað sér viðunandi sess í samfélaginu að fangelsisvist lokinni. Einnig var rætt um málefni aðstandenda fanga og ekki síst um mikilvægi þess að hugað sé betur að aðbúnaði kvenna sem þurfa að afplána dóma í íslenskum fangelsum. Félagið Afstaða var stofnað á Litla-Hrauni árið 2005 og verður því 20 ára á næsta ári.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu