Pálmi greindi frá þessu í Facebook-færslu þar sem hann sagði:
„Á þessum degi fyrir 29 árum urðu kaflaskil í lífi mínu en þá hætti ég neyslu áfengis og annarra vímuefna, sem hvað eftir annað voru við það að drepa mig.“
Pálmi bætir við að hann telji sig reyndar lúsheppinn að hafa sloppið fyrir horn svona nokkurn veginn heill.
„Árin án hugbreytandi efna hafa ekki endilega verið einhver dans á rósum, lífið var ekkert að hlífa mér frekar en öðru fólki, en stóra breytingin var sú að ég var að taka slaginn ódeyfður. Ég er svo sannarlega þakklátur maður í dag.“