fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Sex í haldi lögreglu eftir umfangsmiklar aðgerðir

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 6. mars 2024 12:06

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír karlar og þrjár konur eru í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir umfangsmiklar aðgerðir í gærdag, en í dag verður krafist vikulangs gæsluvarðhalds yfir þeim öllum á grundvelli rannsóknarhagsmuna, eins og segir í tilkynningu lögreglu. Ekki er staðfest hvort Davíð Viðarsson, eigandi fjölda fyrirtækja sem lokað var í gær í aðgerðum lögreglunnar, sé meðal þeirra.

Sjá einnig: Umfangsmiklar lögregluaðgerðir í höfuðborginni – Húsleitir á fjölmörgum stöðum

Eins og fram hefur komið var tilefni aðgerðanna rökstuddur grunur um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og grunur um skipulagða brotastarfsemi. Aðgerðirnar, sem fóru fram á höfuðborgarsvæðinu og víðar, stóðu yfir í allan gærdag og gengu vel fyrir sig. Á annað hundrað manns tóku þátt í þeim, þar af um áttatíu starfsmenn lögreglu og nokkur fjöldi starfsfólks stofnana og félagasamtaka sem veittu liðsinni við aðgerðirnar. Samtals voru framkvæmdar um tuttugu og fimm húsleitir. Við rannsókn málsins hefur verið rætt við töluvert af fólki sem grunsemdir eru um að séu þolendur mansals.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu kl. 16.12 var gæsluvarðhald yfir öllum sexmenningunum staðfest.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti