fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Símakosningarklúðrið: Þung pressa á RÚV og undirskriftalisti kominn í gang

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. mars 2024 10:00

Skjáskot: Söngvakeppnin á YouTube/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við undirrituð krefjumst þess að RÚV axli ábyrgð og fái óháðan aðila til að rannsaka þá annmarka sem voru á kosningum í einvígi í Söngvakeppninni sl. laugardagskvöld. Miðað við þann fjölda skjáskota og fregna af því hvernig atkvæðagreiðsla mistókst getur niðurstaðan ekki talist hafin yfir vafa. Það er réttlætismál og lýðræðismál að málið verði rannsakað og að hlustað verði á kröfu um endurkosningu. Verði það ekki gert hlýtur að teljast eðlileg krafa að styðjast við fyrri kosningu kvöldsins,” segir í yfirskrift undirskriftaátaks sem hafið er á island.is.

Ljóst er að umræðunni um vandkvæði við símakosningu eftir Söngvakeppnina er hvergi nærri lokið. Í seinni umferð símakosningarinnar kom upp villa í símaappi þar sem atkvæði voru greidd með sms-skilaboðum. Leiddi þetta til þess að hvorugt laganna tveggja sem stóðu eftir fengu þau sms-atkvæði sem þeim var ætlað. RÚV segir að þessi villa hafi engin áhrif haft á lokaniðurstöðuna þar sem sms-atkvæði vorum svo fá, eða rúmlega 2.000. Atkvæðamunur á lögunum í seinni umferðinni var hins vegar 3.340.

Sjá einnig: Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni – „Þessi hvimleiðu mistök höfðu áhrif á báða þátttakendur í einvíginu“

Fjölmargir upplifðu það einnig að símanúmerið fyrir lag Bashars var greint sem ruslnúmer (spam) og ekki var hægt að hringja í það. RÚV sagði í yfirlýsingu sinni í gær um þetta:

„Vodafone hefur greint RÚV frá því að í ákveðnum tegundum símtækja, sé hægt að virkja eða afvirkja þjónustu sem merkir ákveðin símanúmer sem „ruslnúmer“. Er þetta notað til að verjast hringingum úr svokölluðum spam-númerum. Það hefur ekkert með þjónustu símafyrirtækjanna að gera heldur liggur ábyrgðin hjá framleiðendum símtækjanna og notendunum sjálfum. Það er þó ekki augljóst að þessi valmöguleiki komi í veg fyrir að viðkomandi notandi geti hringt í umrætt númer. 

Vodafone kannaði málið einnig hjá öðrum fjarskiptafyrirtækjum og segir að allar gáttir á milli Vodafone, Nova og Símans hafi virkað í kosningunni. Þar kemur fram að öll sms og allar hringingar hafi skilað sér rétt og myndað gjaldfærslur hjá fjarskiptafélögum. Stundum getur tekið nokkra daga að skrá þær gjaldfærsluupplýsingar svo þær verði sýnilegar notendum. Öll fjarskiptafélögin hafi prófað öll kosninganúmerin með sms og hringingum.  Þess ber að geta að RÚV kemur ekki nálægt gjaldfærslu fjarskiptafélaganna. Um hana sjá fjarskiptafélögin sjálf.“ 

Segja muninn of lítinn

Margir halda því fram að munurinn á Heru og Bashar sé of lítill til að útiloka að áðurnefnd vandkvæði hafi ekki haft áhrif. Sigurður Hólm Gunnarssvon bendir á eftirfarandi:

„Vitað er og staðfest af RÚV að atkvæði greidd Bashar í appi RÚV fóru, vegna mistaka, til Heru og atkvæði Heru eitthvað annað (ekki til Bashar). (Heimild: Kastljós RÚV 3. mars 2024). Þetta þýðir að það hefur ekki þurft mikið meira en um 85 einstaklinga sem kusu 20 sinnum (eins og mátti víst og margir gerðu) í viðbót til að kjósa Bashar þannig að hann myndi sigra. (Eða 170 einstaklinga sem kusu 10 sinnum o.s.frv.). Þetta er augljóst því 1700 x 2 (Hera fékk atkvæði en Bashar ekki þegar fólk reyndi að kjósa hinn síðarnefnda, vegna galla í forriti) er 3400 atkvæði, sem er meira en vantaði upp á. Líklega missti Hera einhver atkvæði á móti en þó ekki tvöfalt því atkvæði til hennar fóru ekki vegna mistaka til Bashar.“

Sigurður bendir á að tilkynningin um ruslnúmer virðist eingöngu hafa komið upp hjá þeim sem kusu Bashar. Þó að atkvæðin hafi farið í gegn hljóti margir sem urðu fyrir þessu að hafa kosið sinn mann sjaldnar en ella. Því geti forsvarsfólk keppninnar ekki staðhægt að þetta hafi ekki haft áhrif á úrslit keppninnar.

Sjá pistil Sigurðar hér að neðan:

Undirskriftalistinn fær blendnar viðtökur

Áðurnefndu undirskriftaátaki er deilt í FB-hópnum „Júróvisjón 2024“ og þar fær framtakið misjöfn viðrbögð. Einn meðlimur skrifar: „Takk fyrir þetta! Skrifaði að sjálfsögðu undir!“ – Annar meðlimur segir að hér sé of langt gengið og bendir á að kosningin yrði aldrei hlutlaus ef hún yrði endutekin:

„Þetta finnst mér ansi langt gengið, þetta yrði aldrei hlutlaus kosning ef kosning yrði endurtekin. Ég segi eins og Birgitta, ég er búin að sitja á mér og reyna að leiða hjá mér leiðindin og áróðurinn hérna inni, en hvar er gleðin sem yfirleitt fylgir Eurovision og Söngvakeppninni. Áttum við ekki að vera ópólitísk og njóta bara gleðinnar. Ég hefði viljað sjá annað lag áfram en mitt lag komst ekki í einvígið og ekki er ég brjáluð yfir dómaraskandal eða kosningu eða hvað það nú er sem maður gæti eitt orkunni sinni í.

Reynið nú að vinna í því að finna gleðina aftur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT