fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Helgi Helgason rekinn vegna rasískra ummæla

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 5. mars 2024 10:49

Helgi kennir ekki meir við Menntaskólann á Laugarvatni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Helgasyni, kennara við Menntaskólann að Laugarvatni, verður sagt upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum.

„Stjórn skólans og Helgi hafa sammælst um að hann fari í leyfi frá og með deginum í dag og í kjölfarið verði gengið frá starfslokum,“ segir í tilkynningunni.

Stjórn skólans fundaði í gær vegna ummæla Helga á samfélagsmiðlum. Lutu þau meðal annars að þátttöku Bashar Murad í Söngvakeppni Sjónvarpsins.

„Verða úrslitin í kvöld heiðarleg eða verður þeim hagrætt af RÚV?? Ætla þeir á RÚV að láta grenjandi og illa skeindan Palestínuaraba vinna?,“ skrifaði Helgi á samfélagsmiðla.

Einnig hafði hann upp ummæli um komu flóttafólks til Íslans.

Sjá einnig:

Fundað um rasísk ummæli Helga í Menntaskólanum að Laugarvatni – „Ætla þeir á RÚV að láta grenjandi og illa skeindan Palestínuaraba vinna?“

„2 múslílmskar arabakellingar með 7 krakka á haus. Þær eiga eftir að fá veglegar barnabætur frá okkur skattborgurnunum hér á Íslandi í boði „Góða fólksins.“

Helgi var áður formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar. Hann hefur kennt dönsku og fjármálalæsi við Menntaskólann að Laugarvatni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“