fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Diljá lýsir aðkasti í sinn garð á fótboltamóti 10 ára sonar síns um helgina

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 25. janúar 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, greindi frá því í ræðustól Alþingis í gær, í umræðum um störf þingsins, að hún hefði orðið fyrir aðkasti á fótboltamóti sonar síns um síðustu helgi.

Diljá sagði meðal annars í ræðu sinni:

„Fólk sem er sannfært um eigið ágæti og fádæma gott innræti öskrar hatursfull ókvæðisorð á samborgara sína og eys yfir það svívirðingum til að láta í ljós vanþóknun sína, allt í nafni friðar og betri heims. Ég hef orðræðuna ekki eftir hér því að ég vil ekki valda mömmu minni vonbrigðum með orðbragðinu. En það var sérstakt að þurfa að útskýra hegðunina fyrir tíu ára gömlum syni mínum á fótboltamóti barna um helgina þegar hann varð var við hana. Þeir sem tala fyrir kærleika, mannúð og mannvirðingu mættu gjarnan byrja á nærumhverfi sínu. Allt sem þú vilt að aðrir menn gjöri yður og allt það.“

Í ræðunni lýsti Diljá jafnframt áhyggjum af hatrammri orðræðu og vaxandi skautun í samfélaginu. Í samtali við DV baðst hún undan að ræða atvikið nánar, „þar sem þetta varðar börnin mín, en þessi hegðun dæmir sig sjálf,“ sagði hún. „Ég tók þetta upp í þinginu til að vekja til umhugsunar um það hvernig við komum fram hvert við annað.“

Orð Bjarna kveiktu elda

Uppákoman tengist hatrammri umræðu um tjaldbúðir mótmælenda á Austurvelli þar sem lýst er stuðningi við kröfu nokkurra palestínskra manna sem njóta alþjóðlegrar verndar hér á landi um sameiningu við fjölskyldur sínar sem búa við skelfilegar aðstæður á Gaza-svæðinu undir linnulausum hernaði Ísraelsmanna. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra birti nýlega færslu um málið sem hefur vakið mikla ólgu. Þar sagði hann meðal annars:

„Það er hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll sem nú hafa staðið þar síðan 27. desember síðstliðinn. Það er óboðlegt með öllu að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðunum á þessum helga stað milli styttunnar af Jóni Sigurðssyni og Alþingis. Í gær beit Reykjavíkurborg höfuðið af skömminni með því að framlengja leyfið. Það má gera ráð fyrir að það hafi verið hugsað í þeim tilgangi að tryggja að tjöldin stæðu þarna að lágmarki fram yfir samkomudag þingsins í upphafi næstu viku.

Þessar dapurlegu tjaldbúðir hafa ekkert með hefðbundin mótmæli að gera sem löng hefð er fyrir að geti farið fram á Austurvelli. Í þessu tilviki hefur Reykjavíkurborg leyft því að gerast að hópur mótmælenda kemur sér í heilan mánuð fyrir með tjöldum og búnaði. Ég gef ekkert fyrir lítillega breytt skilyrði sem fylgja framlengingu leyfisins frá því í gær. Hópurinn flaggar þarna fjölda þjóðfána Palestínu og festir á ljósastaura og tjöld.

Engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi Íslands svo vikum skipti til að mótmæla íslenskum stjórnvöldum. Hvað þá að festa slíka fána á ljósastaura og annað lauslegt og láta þá hanga þar svo vikum skipti. Óskiljanlegt er að þetta hafi fengið að viðgangast og hvað þá að Reykjavíkurborg leggi sérstaka blessun yfir flöggun fánans við framlengingu leyfisins.“

Segist hafa neitað að heilsa Diljá á fótboltamótinu

Kvikmyndagerðarkonan Lukka Sigurðardóttir brást við færslu Bjarna með hatrömmum hætti og merkti m.a. Diljá Mist í skrifum sínum. Þar kemur fram að Lukka er aðilinn sem Diljá vísar til í ræðu sinni því Lukka segir:

„Mitt fyrsta verk í gærkvöld eftir lesturinn var að af-vina það fáa fólk sem ég tengdist sem lækuðu við þessa ógeðislegu og siðblindu færslu. Ef þú lest færsluna og ert sammála þessu vanhæfa og tilfinningalega fátæka mannskrípi sem telst vera ráðherra utantríkismála lands okkar þá máttu gera okkur báðum þann stóra greiða að af-vina mig því ég vil aldrei líta við þér eða heilsa þér aftur í þessari jarðvist. Hvorki úti á götu né á Ali fótboltamóti Breiðabliks rétt eins og ég neitaði að heilsa Diljá Mist Einarsdóttur þar í morgun. Ég vil ekki deila augnsambandi eða orðum með eins tilfinningalega snauðu og siðblindu fólki og Sjálfstæðisflokkurinn elur af sér. Bless.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð
Fréttir
Í gær

Rætt um að leigja flugvél til að flytja inn hunda vegna ófremdarástands – „Þetta eru gæludýrin okkar“

Rætt um að leigja flugvél til að flytja inn hunda vegna ófremdarástands – „Þetta eru gæludýrin okkar“
Fréttir
Í gær

Framkvæmdastjóri hestasjónvarpsstöðvar sakaður um fjárdrátt og þjófnað á verkefnum – Lét félagið kosta parketið heima hjá sér

Framkvæmdastjóri hestasjónvarpsstöðvar sakaður um fjárdrátt og þjófnað á verkefnum – Lét félagið kosta parketið heima hjá sér
Fréttir
Í gær

Komust inn í bílageymslu Assads og mynduðu ótrúlegt safn lúxusbifreiða

Komust inn í bílageymslu Assads og mynduðu ótrúlegt safn lúxusbifreiða
Fréttir
Í gær

Skemmir stjórnarmyndunarumboðið fyrir lýðræðinu?

Skemmir stjórnarmyndunarumboðið fyrir lýðræðinu?