fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Pólverjar „munu gera allt til að auka líkurnar á úkraínskum sigri í þessu stríði“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. janúar 2024 06:30

Pólskir lögreglumenn aðstoða úkraínska flóttamenn við komuna til Póllands. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, fundaði með Volodymyr Zelenskyy, forseta Úkraínu, í Kyiv í gær. Þetta var fyrsta heimsókn Tusk til nágrannaríkisins eftir að hann tók við embætti forsætisráðherra nýlega.

Tusk vildi sýna að ríkisstjórnarskiptin í Póllandi hafi ekki áhrif á stefnuna varðandi málefni Úkraínu.

Að fundinum með Zelenskyy loknum sagði hann að Pólverjar „muni gera allt til að auka líkurnar á úkraínskum sigri í þessu stríði“.

Hann sagði einnig að þjóðirnar hafi komist að „sameiginlegum skilningi“ varðandi mótmæli pólskra flutningabílstjóra.

Pólverjar urðu ein mikilvægasta bandalagsþjóð Úkraínu þegar Rússar réðust inn í landið fyrir tæpum tveimur árum. Samband ríkjanna hefur þó farið versnandi síðustu mánuði, meðal annars vegna aðgerða pólskra flutningabílstjóra sem hafa lokað landamærum ríkjanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Ferðamenn fengu sér sopa en hefðu betur sleppt því – Fundu óhugnaðinn ofar í læknum

Ferðamenn fengu sér sopa en hefðu betur sleppt því – Fundu óhugnaðinn ofar í læknum
Fréttir
Í gær

Maður sem sat saklaus í fangelsi í 24 ár fyrir morð er á leið í fangelsi fyrir morð

Maður sem sat saklaus í fangelsi í 24 ár fyrir morð er á leið í fangelsi fyrir morð