Barber þessi varð heimsmeistari í stangarstökki árið 2015 og lenti í 10. sæti á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016.
Umboðsmaður Barber staðfesti andlát hans í samtali við AP-fréttaveituna en dánarorsök liggur ekki fyrir. Í frétt AP kemur fram að Barber hafi glímt við heilsubrest að undanförnu og látist í kjölfar veikinda.
„Hann var ekki bara frábær íþróttamaður heldur líka einstök manneskja með hjarta úr gulli,“ segir umboðsmaður kappans.
Hann sló kanadíska landsmetið í stangarstökki árið 2015 þegar hann fór yfir 5,93 metra og sló svo sitt eigið met sama ár þegar hann fór yfir 6,0 metra.