fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Þórhildur: „Við höfum aldrei séð það svartara“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. janúar 2024 07:53

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höfum á undanförnum áratugum aldrei séð það svartara,“ segir Þórhildur Einarsdóttir upplýsingafulltrúi Samgöngustofu í samtali við Morgunblaðið í dag.

Aldrei hafa fleiri látist í umferðarslysum á fyrstu sextán dögum ársins en nú en það sem af er ári hafa fimm látist í umferðarslysum. Til samanburðar létust fjórir allt árið 2014 og sex allt árið 2019.

Í umfjöllun Morgunblaðsins í dag kemur fram að fara þurfi aftur til ársins 1977 til að sjá viðlíka stöðu en fyrstu átján daga þess árs létust fimm manns í slysum í umferðinni. Banaslysum hefur þó fækkað verulega og þarf að fara aftur til ársins 2018 til að finna yfir 10 banaslys á einu ári.

Rætt við Guðbrand Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjón hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem segir að vegirnir og veghaldið hafi skýrt fækkun slysa á síðustu árum. „Við erum komin með betri og öruggari vegi,“ segir hann meðal annars.

Þá bendir hann á forvarnir frá Samgöngustofum, upplýsingagjöf til erlendra ferðamanna og sýnileiki lögreglunnar.

„Við drögum úr hraða þegar löggæslan er sýnileg. Ég hef alltaf sagt: því meiri hraði, því meiri skaði,“ segir Guðbrandur við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg