Aldrei hafa fleiri látist í umferðarslysum á fyrstu sextán dögum ársins en nú en það sem af er ári hafa fimm látist í umferðarslysum. Til samanburðar létust fjórir allt árið 2014 og sex allt árið 2019.
Í umfjöllun Morgunblaðsins í dag kemur fram að fara þurfi aftur til ársins 1977 til að sjá viðlíka stöðu en fyrstu átján daga þess árs létust fimm manns í slysum í umferðinni. Banaslysum hefur þó fækkað verulega og þarf að fara aftur til ársins 2018 til að finna yfir 10 banaslys á einu ári.
Rætt við Guðbrand Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjón hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem segir að vegirnir og veghaldið hafi skýrt fækkun slysa á síðustu árum. „Við erum komin með betri og öruggari vegi,“ segir hann meðal annars.
Þá bendir hann á forvarnir frá Samgöngustofum, upplýsingagjöf til erlendra ferðamanna og sýnileiki lögreglunnar.
„Við drögum úr hraða þegar löggæslan er sýnileg. Ég hef alltaf sagt: því meiri hraði, því meiri skaði,“ segir Guðbrandur við Morgunblaðið.