fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Ragga Gísla spyr hvort það megi rústa samfélagi hvala

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. janúar 2024 12:30

Ragnhildur Gísladóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Gísladóttir söngkona og tónskáld tjáir sig ekki oft opinberlega um þjóðfélagsmál en fyrr í morgun sendi hún frá sér aðsenda grein á Vísi og með henni fylgir stuttmynd, eftir Anahita S Babaei og Michah Garen en meðal framleiðenda hennar er Hera Hilmarsdóttir leikkona, þar sem Ragnhildur gerir nánari grein fyrir sjónarmiðum sínum. Umræðuefni hennar er hvalveiðar en Ragnhildur spyr hver sé munurinn á því að ráðast inn í hvalasamfélag og splundra því og að gera það sama við samfélag manna:

„Má það?“

Hún segir hvalveiðar setja samfélagið á hvolf.

Ragnhildur segist hafa miklar mætur á hvölum. Henni finnst að þegar hún horfi í augu hvala sé eins og horft sé inn í einhvern heim. Hvalir séu komnir lengra í sinni þróun en mannfólk:

„Mér finnst hvalirnir og hvalasamfélagið eiga eftir að kenna okkur eitthvað. Segja okkur einhvern sannleika sem við erum ekki búin að heyra ennþá. Og þó við séum kannski búin að heyra hann þá erum við ekki búin að nema hann. Við erum ekki alveg búin að taka hann alveg inn og þeir eru komnir svo milu lengra heldur en við í tilfinningagreindinni. Það væri rosalega hollt og gott fyrir okkur að komast aðeins að þeim.“

Ragnhildur segir hvalveiðar einfaldlega leggja hið merka samfélag hvala í rúst:

„Mér finnst að ráðast svona inn í þetta samfélag og splundra því og eyðileggja er eiginlega eins og ef við förum inn í borg eða þorp hjá okkur og splundrum. Bara, má það?“

Ragnhildur segist þó ekki varpa þessum skoðunum fram af væmni einni saman:

„Ég er ekki væmin í þessu. Ég er mjög væmin oft en þetta finnst mér bara vera … þetta bara skiptir máli og ég skil ekki að fólk sjái það ekki. Ég held að það hljóti að vera bara mjög fáir sem sjá þetta ekki. Kannski einn.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu