fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Par situr í súpunni eftir hljómplötusendingu frá Þýskalandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 16. janúar 2024 10:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 10. janúar síðastliðinn var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur mál gegn konu og karli sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots.

Parið er sakað um að hafa reynt að taka við rúmu kílói af kókaíni með styrkleika 62-64%, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni.

Fíkniefnin voru falin í hliðum pappakassa sem innihélt vínilplötur og heyrnatól. Koma kassinn hingað til lands með póstsendingu frá Þýskalandi miðvikudaginn 18. október 2023. Lögregla lagði hald á sendinguna og fjarlægði efnin úr umbúðunum.

Parið átti að fá greiddar 1.000 evrur fyrir að móttaka pakkann, eða um það bil 150 þúsund íslenskar krónur. Þann 24. október fór konan á pósthús við Síðumúla og spurði um pakkann, sem var stílaður á manninn. „Ákærða veitti pakkanum ekki viðtöku heldur sagði starfsmanni að annar aðili kæmi að sækja hann, á meðan stóð ákærði Y fyrir utan pósthúsið en hann fylgdi ákærðu X fast á eftir er hún gekk frá pósthúsinu og sameinuðust þau við Suðurlandsbraut og gengu sem leið lá niður í miðbæ Reykjavíkur,“ segir í ákæru. Þar kemur einnig fram að í kjölfarið á þessu voru bæði handtekin í húsi við Sólvallagötu í Reykjavík.

Héraðssaksóknari krefst þess að bæði konan og maðurinn verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einnig er krafist upptöku á 1093,38 g af kókaíni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Í gær

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Áslaugu