fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Þorvaldur með slæmar fréttir – „Þetta gæti haldið áfram í dágóða stund“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 14. janúar 2024 14:17

Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er eiginlega versta sviðsmyndin sem ég gat eiginlega hugsað mér,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, sem var í viðtali við RÚV nú fyrir stundu.

Þorvaldur segir að í gosið hafi byrjað rólega í morgun þó að framleiði hafi verið nokkur. Varnargarðar hafi gert sitt í að halda mesta hraunstrauminum frá bænum. Vonir hafi verið um að um stutt og kraftlítið gos yrði að ræða. Hins vegar hafi þau tíðindi að gossprunga hafi myndast í túnfæti bæjarins verið slæm og sér í lagi vegna þess að svo virðist sem að um viðbót sé að ræða. „Framleiðnin í gossprungunni fyrir ofan virðist hafa haldið sér. Það er viðbótarkvika sem kemur þarna inn sem opnar þessa sprungu,“ segir Þorvaldur.

Hann segir að gögn virðist benda til þess að viðbótarflæði sé að koma inn úr kvikuhólfi sem sé stærra og á meira dýpi en það litla kvikuhólf sem er á 5-10 km dýpi og inniheldur frekar lítið magn af kviku. Það séu slæmar fréttir fyrir Grindavík því það gæti þýtt að núverandi gos vari mun lengur en fyrra gos. Það er svipuð atburðarás og átti sér stað í gosinu í Geldingardölum.

„Því miður gæti teygst svolítið vel úr því,“ segir Þorvaldur. Þá segir hann, aðspurður, að sá möguleiki sé fyrir hendi að önnur sprunga myndist innar í bænum. „Þetta gæti haldið áfram í dágóða stund,“ segir Þorvaldur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Talaði Trump af sér?