fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Martröð umsáturseineltis á Vesturlandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 12. janúar 2024 13:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 8. janúar var þingfest fyrir Héraðsdómi Vesturlands mál gegn manni sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir umsáturseinelti og kynferðislega áreitni.

Málið varðar háttsemi mannsins gagnvart konu árið 2022. Setti hann sig ítrekað í samband við konuna gegn vilja hennar í gegnum samskiptamiðilinn Instagram og sendi henni samtals 240 kynferðisleg skilaboð og reyndi að ná sambandi við hana með mynd- og hljóðskilaboðum í 58 skipti. Einnig hringdi hann í hana í síma í alls 156 skipti á öllum tímum sólarhringsins. Var háttsemi hans til þess fallin að valda konunni hræðslu, segir í ákærunni.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrir hönd konunnar er gerð krafa um miskabætur upp á tvær milljónir króna.

Þinghald í málinu verður lokað en aðalmeðferð verður síðar á árinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð