Hlé var gert á leitinni að manninum sem féll ofan í sprungu í Grindavík á miðvikudagsmorgun á tólfta tímanum í gærkvöldi. Ekki er reyndist unnt að tryggja öryggi leitarmanna ofan í sprungunni.
„Það var grjóthrun niðri í sprungunni og af þeim sökum drógum við okkar mannskap í hlé,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is í morgun.
Staðan verður endurmetin á fundi aðgerðarstjórnar og vettvangsstjórnar klukkan 9.