Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna áreksturs tveggja bíla skammt frá Skaftafellsá í morgun.
Þetta staðfestir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá slysinu. Hefur hópslysaáætlun verið virkjuð.
Í frétt Vísis kemur fram að tveir fólksbílar hafi rekist saman og að talið sé að átta séu slasaðir, þar af tveir alvarlega. Átti slysið sér stað nærri Skaftafellsá við Svínafellsjökul.
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur Þjóðvegi 1 verið lokað vegna slyssins.