fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Undarleg upplifun Magna í Landsbankanum – „Nú er spennandi hvort ég fæ afgreiðslu í „banka allra landsmanna““

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magni R. Magnússon, fyrrum kaupmaður, lenti í undarlegri lífsreynslu í Landsbankanum í lok nóvember þegar hann ætlaði að greiða reikning. Hann hafði lent í því að vera fluttur með sjúkrabíl og fékk síðan sendan reikning fyrir þá þjónustu.

Hann er bíllaus en býr á Laugarnesvegi og ákvað því að ganga út í útibú Landsbankans í Borgartúni. Í grein í Morgunblaðinu í dag segir Magni frá þessu og segist hafa farið í hraðbanka í Landsbankanum þar sem hann tók 10.000 krónur út til að greiða reikninginn.

Þegar hann komst að hjá gjaldkera fékk hann elskulegt viðmót og rétti honum reikninginn og seðlana. Þá spurði gjaldkerinn hvort hann ætti reikning hjá Landsbankanum. Því svaraði Magni neitandi.

„„Þá getur þú ekki greitt þennan reikning hér.“ Ég spyr þennan kurteisa gjaldkera hvort íslenskir peningar séu ekki gildir hjá þeim og hvort ég geti þá greitt með kreditkorti. „Já,“ svarar gjaldkerinn. Ég tek upp kreditkortið, hið sama og ég var að taka peningana út á, og rétti gjaldkeranum. „Æ, æ,“ segir gjaldkerinn. „Þetta kort er ekki gefið út af Landsbankanum og þess vegna get ég ekki tekið það,“ segir Magni því næst.

Hann spurði því hvort hann gæti greitt reikninginn ef hann opnaði reikning á sínu nafni og legði peningana, sem hann tók út úr hraðbanka Landsbankans skömmu áður, inn á hann.

Eftir smá athugun sagði gjaldkerinn það vera í lagi og fékk Magni langan lista sem hann þurfti að fylla út með upplýsingum um sjálfan sig.

„Þá kemur lokaspurning. „Hvaðan koma peningarnir sem þú ert að leggja inn?“ Mitt svar: „Þeir eru úr hraðbanka ykkar og ég tók þá út úr honum fyrir u.þ.b. 25 mínútum.“ Þetta var loksins samþykkt og ég gat greitt Rauða krossinum reikninginn. Nú er spennandi hvort ég fæ afgreiðslu í „banka allra landsmanna“ ef ég kem í Borgartúnsútibúið,“ segir hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Í gær

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“