fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Heimilt að reka ómögulegan starfsmann sem var að reyna að verða þunguð

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 19:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinnuveitanda var heimilt að segja konu í tæknifrjóvgunarferli upp störfum, enda var hún þá ekki orðin þunguð. Þetta kemur fram í niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála, en þangað hafði konan leitað þar sem hún taldi uppsögn fela í sér mismunun á grundvelli kyns.

Fram kemur að konunni var sagt upp störfum í ágúst árið 2022, en þá var hún í hormónameðferð vegna fyrirhugaðrar tæknifrjóvgunar. Rúmum mánuði eftir að henni var sagt upp störfum fékk hún staðfestingu á því að hún bæri barn undir belti.

Konan taldi ljóst að uppsögn tengdist fyrirhugaðri meðgöngu og barnsburði og þar með hefði verið brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Framkvæmdastjóri vinnuveitanda var meðvitaður um að hún væri í hormónameðferð og að til stæði að gangast undir tæknifrjóvgun. Á fundi þar sem henni var tilkynnt um uppsögn hafi engar útskýringar verið gefnar á uppsögninni.

Hún hafi óskað eftir rökstuðningi og þá fengið skýringar sem komu henni í opna skjöldu. Þetta hafi verið „gamlar tuggur“ um að hún byggi ekki yfir styrkleikum og hæfni sem nýttust í starfi, skorti þekkingu og samskiptahæfni og ekki staðið undir væntingum. Engu að síður hefði hún áður fengið jákvæða endurgjöf frá yfirmanni og ekki fengið neinar ábendingar eða athugasemdir sem hún hefði þá getað brugðist við.

Konan rakti að nokkru fyrr hafi hún átt fund með framkvæmdastjóra þar sem hún opnaði sig um ójafnvægi í lífi og starfi. Hún hafi ekki verið tilbúin að greina frá ástæðum þessa ójafnvægis en grátið mikið á fundinum. Nokkru síðar hafi hún opnað sig um að hafa gengist undir glasafrjóvgun sem hafi ekki tekist, og að hormónar hafi farið illa í hana. Eins að til stæði að reyna aftur í ágúst.

Framkvæmdastjóri hafi því vitað hvað til stóð. Taldi konan að hennar aðstæður væru sambærilegar þeim sem greint er frá í lögum um fæðingar- og foreldraorlof þar sem óheimilt er að segja starfsmanni upp á grundvelli þess hafa tilkynnt um fyrirhugaða töku fæðingarorlofs. Þó svo hún hafi ekki tilkynnt um töku fæðingarorlofs beinum ætti hafi hún þó greint frá því í hvað stefndi og því taldi hún sig njóta sömu réttarverndar og í tilvitnuðum lögum.

Útskýringar vinnuveitanda á uppsögn – að konan hafi verið ómöguleg í starfi, séu ekki á rökum byggðar og greinilega ætlað að réttlæta uppsögn sem með réttu ætti aðeins rætur að rekja til fyrirhugaðrar þungunar.

Vinnuveitandi neitaði sök. Frjósemismeðferð konunnar hafi ekkert með uppsögnina að gera heldur ófullnægjandi frammistaða í starfi. Konan hafi fengið færi á að bæta sig, svo sem boðið að gera breytingar á starfi eða taka að sér verkefni sem hæfðu henni betur, en þetta hafi ekki borið árangur. Þó svo að konunni hafi verið hrósað fyrir að reyna að gera betur þýði það ekki að hún hafi staðið sig, enda yfirmaður að hvetja en ekki gefa formlega frammistöðuskýrslu. Konan hafi gert ýmis mistök í starfi, skort skipulag og unnið bókanir illa. Hún hafi stundað óvönduð og ónákvæm vinnubrögð og skort aga. Hún hafi hreinlega ekki risið undir væntingum.

Ekki sé gefið að glasafrjóvgun takist og þar með geti tilkynning um fyrirhugaða meðferð ekki jafngilt staðfestri þungun, hvað uppsagnafrend varðar.

Kærunefnd taldi sannað að óánægja hafi verið með störf konunnar, sem hafi auk þess ekki verið þunguð þegar henni var sagt upp störfum. Þar með hafi málefnaleg sjónarmið legið að baki uppsögn og ekki brotið gegn lögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“