Edda Björk Arnardóttir var fyrr í dag dæmd í 20 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir dómi í Noregi. Nútíminn greindi frá.
Edda Björk hefur setið í gæsluvarðhaldi í Noregi frá því um miðjan desember en hún var flutt þangað nauðug í samræmi við framsalsbeiðni. Henni er gefið að sök að hafa flutt syni sína þrjá ólöglega úr landinu og til Íslands en faðir drengjanna fer með forræði þeirra.