fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Dregin fyrir dóm fyrir að segja satt af lögmanni sem sagði ósatt – Situr nú uppi með háan reikning en gefst ekki upp – „Kaldhæðni aðstæðna er töluverð“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 11. janúar 2024 18:30

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem var kærð fyrir að tjá sig um málefni frænku sinnar á samfélagsmiðlum, situr uppi með háan málskostnað sem hún þarf að greiða svo hún geti fengið mál sitt tekið upp fyrir Landsrétti. Telur konan að ýmsir annmarkar hafi verið á niðurstöðu héraðsdóms, sem dæmdi ummæli sem féllu á hennar eigin samfélagsmiðli og vísuðu til opinberra gagna, fréttaflutnings fjölmiðla, hennar eigin upplifun og frásögn náinna fjölskyldumeðlima, dauð og ómerk.

Sigrún Sif Jóelsdóttir, aðgerðarsinni og fráfarandi stjórnarmeðlimur Lífs án ofbeldis, hefur hafið söfnun til að aðstoða konuna, en reikningsupplýsingar má finna hér neðst í fréttinni. Konan sem málið varðar ræddi við blaðamann í skjóli nafnleyndar, til að gæta að spilla ekki möguleikum sínum að sækja rétt sin.

Nefndi hvorki mann né stað

Konan, sem er mikill réttlætissinni, hafði tjáð sig um mál sem stendur henni nærri. Gætti hún þess að nafngreina hvorki meintan geranda, né heimabæ hans, til að tryggja að tjáning hennar rúmaðist innan þeirrar tjáningar sem Íslendingum er heimil samkvæmt stjórnarskrá. Hún segir í að með ummælunum hafi hún ekki verið að hjóla í einn né neinn heldur beint ákalli til þjóðarinnar um að vera ekki meðvirk með meintum gerendum heldur standa með þolendum.

„Þegar ég skrifaði þessi ummæli passaði ég mig virkilega mikið að ég gæti ekki fengið á mig kæru fyrir meiðyrði, svo kaldhæðni aðstæðna er töluverð,“ segir konan sem á erfitt að átta sig á dómi héraðsdóms sem hafi komið bæði henni og lögmanni hennar í opna skjöldu.

Ummæli konunnar vísuðu til þess að téður maður hefur verið kærður fyrir að hafa beitt ólögráða dóttur sína kynferðislegu ofbeldi. Þetta sé staðreynd, en engu að síður hafi því verið haldið fram fyrir dómi að enginn kæra hafi verið lögð fram. Þar með hafi lögmaður mannsins beinlínis logið í dómsal. Raunin er sú að kæra hefur verið lögð fram, og það vissi konan vel enda er hún vitni í málinu.

Frænka konunnar stendur í erfiðri forsjárdeilu við manninn, og varð konan sjálf vitni að hegðun mannsins á meðan á sambúð hans og fænkunnar stóð. Eins hafi bæði frænkan sem og börn hennar tvö opnað sig við konuna um það ofbeldi sem þau hafi verið beitt, og frænkan trúir þeim, enda hafi hún til að mynda haldið utan um annað barnið ítrekað þegar það vaknaði upp með andfælum eftir martraðir. Hún hafi byggt umþrætt ummæli sín á upplýsingum sem hún fékk fyrstu hendi, eigin reynslu, sem og opinberum gögnum.

Lögmaður hallaði ítrekað réttu máli

Í greinargerð konunnar til Landsréttar segir að dómur Héraðsdóms fari gegn ríkjandi dómaframkvæmd Landsréttar, Hæstaréttar og mannréttindadómstóls Evrópu. Hér hafi konan verið sakfelld þrátt fyrir að hafa engan nafngreint. Ljóst sé að hún hafi ekki stefnt að því að svarta æru mannsins eða telja almenningi trú um að hann hefði brotið gegn börnum sínum, líkt og segir í stefnu málsins.

Eins sé því haldið fram að maðurinn hafi ekki verið kærður fyrir refsiverða háttsemi, sem sé beinlínis ósatt, en um þetta segir í greinargerð:

„Það stendur upp á stefnda og/eða lögmann stefnda að útskýra það fyrir Landsrétti hvað stefnda gekk til með að halla ítrekað réttu máli í stefnu og fullyrða að stefndi hafi ekki verið kærður fyrir kynferðisbrot gagnvart dóttur sinni þegar stefndi og lögmaður hans vita betur eins og framlögð gögn sanna. […] Með réttu hefði þessi ósannsögli stefnda átt að fá héraðsdóm til þess að efast um sannleiksgildi annarra staðhæfinga í málatilbúnaði stefna en af einhverjum ástæðum lét héraðsdómur sér þetta í láttu rúmi liggja.“

Konunni sé frjálst að trúa frænku sinni og börnum hennar. Henni sé frjálst að mynda sér og hafa skoðun á manninum sem byggi eigin reynslu og frásögum frænku sinnar og frændsystkina á því ofbeldi sem þau hafa mátt þola, enda hafi hún enga ástæðu til að draga frásögn þeirra í efa sem og gögn frá opinberum aðilum.

Það sé mikilvægur réttur fólks að mega taka þótt í opinberri umfjöllun sem varða mikilvæg málefni á borð við ofbeldi gegn börnum. Slík tjáning njóti verndar Stjórnarskrá. Konan hóf ekki umræðuna heldur var að bregðast við frétt og taka þátt í umræðu sem þegar var hafin. Hennar ummæli byggðu á fréttaflutningi, hennar eigin reynslu og frásögnum sem hún hafði beint frá þolendum og opinberum gögnum. Hún hafi rétt til þess að draga eigin ályktanir og viðhafa gildisdóma. Innihald ummælanna hafði efnislega birst áður í fréttum, og var konan í góðri trú um að fréttaflutningur byggði á vandaðri vinnslu. Fyrir utan þetta allt þá séu ummælin sönn og gengu ekki lengra en heimilt er.

Er bannað að segja satt ef sannleikurinn er óþægilegur?

Konan segir mál sitt dæmi þess að meiðyrðalöggjöfinni sé beitt til að þagga niður í baráttufólki og þolendum. Það sé hennar samfélagslega skylda að láta baráttuna gegn ofbeldi sig varða, en erfitt sé að verjast því fyrir dómstólum þegar þar eru settar fram lygar án þess að það hafi nokkrar afleiðingar.

Málið sé eins mikilvægt dæmi þess hvar mörk frjálsrar tjáningar liggja. Er fólki almennt bannaða að trúa sínum nánustu þegar þau opna sig um ofbeldi? Eða er þeim heimilt að trúa, en meinað að greina frá því í opinberri umræðu? Og er kannski bannað að segja sannleikann ef öðrum finnst hann óþægilegur?

Þeim sem vilja styðja við konuna svo hún geti fengið Landsrétt til að svara þessum mikilvægu spurningum er bent á neðangreindan reikning: 

Rkn. 0370-22-075486

Kt. 140275-3799 (reikningseigandi er Sigrún Sif Jóelsdóttir, fráfarandi stjórnarmaður Lífs án ofbeldis)

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð