fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Gagnrýna fréttaflutning RÚV og Vísis – Sögðu börn í Hagaskóla hafa blekkt perra

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 10. janúar 2024 01:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, og Drífa Snædal, talskona Stígamóta, gagnrýna efnistök RÚV og Vísis í fréttum af meintum blekkingum skólabarna í Hagaskóla sem sent hafa fullorðnum karlmönnum klámmyndir af netinu undir því yfirskini að myndirnar væru af þeim sjálfum.

Fyrirsögn fréttar RÚV var: „Unglingar í Vesturbænu blekktu fullorðið fólk til að kaupa kynferðislegar myndir“. Í fréttinni segir meðal annars:

„Nemendur í Hagaskóla hafa blekkt fullorðna einstaklinga í gegnum samfélagsmiðla og selt þeim kynferðislegar myndir sem þeir hafa sjálfir sótt á netið. Þetta kemur fram í tölvupósti sem skólastjóri sendi foreldrum nemenda í Hagaskóla.

Málið kom fyrst upp í gær. „Ástæðan fyrir því að við setjum okkur strax í samband við alla foreldra er að þarna er verið að lýsa nýjum veruleika fyrir okkur sem við lítum alvarlegum augum. Okkar er fyrst og fremst að huga að velferð nemenda skólans og það er svona sá vinkill sem við höfum á þetta mál og viljum fá foreldra til liðs við okkur að tryggja að, það sem við lítum, hættuleg hegðun sé stoppuð helst í fæðingu,“ segir Ómar Örn Magnússon, skólastjóri Hagaskóla.“

Fyrirsögn fréttar Vísis er: „Börn villtu á sér heimildir og seldu kynferðislegar myndir“

Upphaf fréttarinnar er:

„Skólastjórnendum Hagaskóla hefur borist upplýsingar um að nemendur í skólanum hafi á undanförnum vikum villt á sér heimildir á samfélagsmiðlum, átt í kynferðislegu spjalli við fullorðna einstaklinga og selt þeim kynferðislegar myndir sem þau sjálf hafi sótt á netið.

Þetta kemur fram í tölvupósti Ómars Arnar Magnússonar, skólastjóra Hagaskóla til foreldra barna í skólanum. Þar kemur fram að málið sé komið inn á borð lögreglu og eru foreldrar hvattir til að ræða málið við börn sín.“

Skrýtið að saka börnin um netsvindl

Andrés Ingi segir það sérkennilega nálgun að gera „svindl“ barnanna að aðalatriðinu. Hann ritar á Fésbók:

„Skrítið að ramma þessar fréttir inn eins og stærsti glæpurinn sé eitthvað netsvindl. Vandamálið er að börn fá ekki að vera í friði á netinu. 40% barna í 8.-10. bekk hafa verið beðin um að senda af sér nektarmynd og flestar beiðnirnar koma frá ókunnugum á netinu. Þegar talað er um að málið sé komið á borð lögreglu, þá vona ég að það sé til þess að stoppa fullorðið fólk í að kaupa nektarmyndir af börnum.“

Drífa Snædal deilir færslu Andrésar og segir mikilvægast að taka utan um börnin:

„Einstaklega undarleg uppsetning hjá fjölmiðlum (og skólanum) og ég skil þessi börn mjög vel að koma með krók á móti bragði. Það á að taka utanum þau og vernda fyrir níðingum en ekki telja þau vera vandann.“

Ugla Stefanía tekur málið einnig upp og segir:

„Vandamálið er, og mun alltaf vera, fólk sem kaupir eða hleður niður kynferðislegum myndum af börnum. Það er vandamálið sem við stöndum hér frammi fyrir. Þessar fyrirsagnir eru stórfurðulegar, og alveg eins og það sé verið að vara barnaperra við hvaðan þeir séu að kaupa myndir.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gáði ekki að sér og sigldi á hafnarkantinn

Gáði ekki að sér og sigldi á hafnarkantinn
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna
Fréttir
Í gær

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV

Skarphéðinn stígur til hliðar sem dagskrárstjóri RÚV
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“