Kveikt var í sex bílum í gærkvöld hjá bifreiðaverkstæðinu Autostart á Smiðjuvegi 38 í Kópavogi. Myndband með fréttinni náðist úr öryggimyndavélum en það sýnir brennuvarginn að verki. Eigandi verkstæðisins, Doydas Riskus, birti myndbandið á Facebook.
Í samtali við DV vísaði hann til lögreglu og vildi ekki veita frekari upplýsingar um málið. Lögregla rannsakar glæpinn og þeir sem kunna að hafa upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.