fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Eldur logaði í bílum – 12 ára lenti í flugeldaslysi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 7. janúar 2024 07:56

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið var að gera hjá lögreglu í nótt og gærkvöld samkvæmt dagbók lögreglu og komu flugeldar nokkuð við sögu en landsmenn enduðu jólahátíðina með miklum flugeldasprengingum.

Tilkynnt var um flugeldasys í hverfi 105 en þar hafði flugeldur sprungið í hendi 12 ára drengs. Fékk hann brunasár á hendi og andliti en ekki er vitað um alvarleika.

Tilkynnt var um að flugeldi hefði verið kastað inn á skemmtistað í miðborginni. Starfsmenn náðu að slökkva eldinn sem af þessu hlaust en slökkvilið sá um að reykræsta staðinn.

Lögreglumenn gáfu ökumanni stöðvunarmerki í hverfi 104. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum en jók hraðann og upphófst eftirför á eftir bílnum. Ökumaðuinnr ók á tímabili á um 160-170 km/klst. Hann stöðvaði að lokum bílinn og reyndi að komast undan á hlaupum en var hlaupinn uppi. Ökumaðurinn reyndist vera 15 ára og er málið unnið með barnavernd og foreldum. Þá voru tveir jafnaldrar ökumannsins með honum í bifreiðinni.

Tilkynnt var um umferðaróhapp í Garðabæ en þar hafði bíl verið ekið á ljósastaur. Ökumaður og farþegi slösuðust eitthvað og var bíllinn dreginn burt með dráttarbíl.

Tilkynnt var um eld í þremur bílum í Kópavogi. Sökkvilið slökkti eldinn en málið er í rannsókn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur