Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands.
Skjálftinn varð klukkan 10.50 en nokkrum mínútum síðar, klukkan 10.54, mældist annar skjálfti af stærðinni 3,9. Fjöldi eftirskjálfta hefur mælst.
Í tilkynningunni kemur fram að skjálftarnir hafi orðið á um fimm kílómetra dýpi en tekið er fram að unnið sé að nánari yfirferð. Skjálftarnir fundust víða á Suður- og Vesturlandi.
Staðsetning skjálftanna er um 20 km NNA við Svartsengi, þar sem landris vegna kvikusöfnunar er í gangi.