Í tilkynningunni, sem íbúar um allt höfuðborgarsvæðið, geta tekið til sín segir meðal annars:
„VARÚÐ VARÚÐ VARÚÐ! Hvetjum bæjarbúa til að fara sérstaklega varlega á ferðum sínum um bæinn en það er gríðarleg hálka víðast hvar, hvort sem er á göngustígum, í botnlöngum eða einstökum götum.“
Bent er á það að starfsmenn þjónustumiðstöðvar hafi verið að skafa, sanda og salta í allan gærdag en það dugi skammt.
„Minnum enn fremur á að öllum er frjálst að sækja salt í gulu kisturnar sem eru víða um Nesið auk þess sem nálgast má sand við Þjónustumiðstöðina, Austurströnd 1. Gætið ykkar í hálkunni.“