fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Bíræfinn svindlari hjá Eldum rétt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. janúar 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 7. febrúar næstkomandi verður þingfest mál gegn manni frá Gana, að nafni Benjamin Akosa, sem ákærður er fyrir nokkur brot. Benjamín hefur verið gert fyrirkall og ákæra gegn honum er birt í Lögbirtingablaðinu í dag.

Áhugaverðasti hlutur málsins snýr að meintum auðkennisþjófnaði Benjamíns en hann notaði skilríki annars manns og komst þannig hjá því að afla sér atvinnuréttinda og hlaut skráningu í þjóðskrá sem annar maður, Spánverji að nafni Emmanuel Appiah Mensah. Sem Emmanuel þessi starfaði Benjamín hjá fyrirtækinu Eldum rétt, án þess að sækja um atvinnuleyfi. Ákæruliðurinn er orðrétt svohljóðandi:

„Misnotkun skjals, brot gegn lögum um atvinnuréttindi útlendinga og útlendingalögum, með því að hafa þriðjudaginn 18. janúar 2022 sótt um kennitölu til Þjóðskrár Íslands í nafni Emmanuel Appiah Mensah Boadu, fd. 30.09.1985, ríkisborgara Spánar og í blekkingarskyni framvísað spænsku vegabréfi nr. XDD808614, ánöfnuðu Emmanuel Appiah Mensah Boadu, með gildistíma frá 28.04.2021 til 27.04.2031. Með þessu kom ákærði því til leiðar að hann hlaut fullnaðarskráningu í utangarðsskrá hjá Þjóðskrá Íslands á fölskum forsendum undir auðkenni annars manns. Þannig var ákærða kleift að starfa hér á landi á fölskum forsendum undir auðkenni Emmanuel Appiah Mensah Boadu hjá fyrirtækinu Eldum rétt ehf., kt. 530513-2110, tímabilið 15.03.2022 til 12.08.2022, án þess að sækja um atvinnuleyfi og dvalið í heimildarleysi á Íslandi án áritana og dvalarleyfis frá óþekktum tíma en ákærði fór huldu höfði hér á landi í kjölfar ákvarðana Útlendingastofnunar dags. 17. desember 2020 og Kærunefndar útlendingamála dags. 29. apríl 2021 um að ákærði skyldi endursendur til Noregs.“

Stórt fíkniefnabrot

Ef ákæran reynist sönn er Benjamín þessi bíræfinn glæpamaður því hann er einnig sakaður um innflutning á tæplega 100 g af kókaíni. Efnin voru flutt til landsins með pakka frá Hollandi en tollverðir fundu þau við eftirlit með erlendum ábyrgðarpósti í póstmiðstöðinni Stórhöfða 32 í Reykjavík, fimmtudaginn 18. mars 2021.

Benjamín er auk þess sakaður um að hafa haft kannabis í fórum sínum í húsakynnum Eldum rétt að Smiðjuvegi í Kópavogi. Lögreglan fann þessi efni við öryggisleit á Benjamín sem var framkvæmd í húsakynnum fyrirtækisins.

Sem fyrr segir verður málið þingfest í næsta mánuði en svo virðist sem Benjamín fari huldu höfði eða hafi komið sér úr landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks