Þann 21. september var þingfest fyrir Héraðsdómi Suðurlands mál sem Héraðssaksóknari hefur höfðað á hendur manni fyrir nauðgun. Ákært er vegna atviks sem átti sér stað að nóttu til, á göngustíg, líklega á Selfossi, árið 2021.
Maðurinn er sakaður um að hafa beitt konu ofbeldi og ólögmætri nauðung og haft samræði við hana án hennar samþykkis og þrátt fyrir að hún reyndi að losa sig frá manninum. Í ákæru segir: „…en ákærði tók niður buxur hennar, ýtti á bak hennar og beygði hana fram og hafði við hana samræði, með þeim afleiðingum að Y hlaut nokkrar rispur við leggangaop sem blæddi úr.“
Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Konan kfefst þess að fá þrjár milljónir króna í miskabætur.