Lík ungrar konu fannst í sjónum við smábátahöfnina í Reykjavík í morgun. Vísir greinir frá að lögreglu barst tilkynning um málið á tíunda tímanum í morgun.
Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild lögreglu, staðfestir líkfundinn við Vísi. Hann segir málið á frumstigi rannsóknar og lögregla muni ekki tjá sig frekar að svo stöddu.
Uppfært kl. 18.23:
Í tilkynningu frá lögreglu seinni partinn kemur fram að ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.