fbpx
Mánudagur 11.desember 2023
Fréttir

Foreldrar á Vopnafirði í áfalli eftir að ólögráða börn þeirra urðu strandaglópar í Hollandi – „Ég er svo reið að ég gæti grenjað“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 29. september 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrar grunnskólabarna í 9. og 10. bekk í Vopnafjarðarskóla eru gífurlega ósáttir eftir að börn þeirra urðu strandaglópar í skólaferð í Hollandi sökum þess að flugið sem þau áttu bókað heim með PLAY var yfirbókað. Flugfélagið segist harma atvikið og sé það í algjörum forgangi að koma börnunum heim.

Yfirbókað um 21 sæti

Kristín Þóra Ólafsdóttir, móðir tæplega 15 ára stúlku í ferðinni, vekur athygli á málinu á Facebook og segist varla eiga orð yfir aðstæðum.

„Ég er svo reið að ég gæti grenjað. Eldri dóttir mín 14 ára (að verða 15) er föst úti í Hollandi ásamt 10 öðrum bekkjarsystkinum sínum og tveimur kennurum, vegna þess að PLAY flugfélag ákvað að yfirbóka flugið sitt í morgun um 21 sæti, JÁ 21 sæti.

Þeim var sagt að þau væru í forgangi og allt yrði reynt til að koma þeim heim. EN hvað nei nei. Öllum hleypt fram fyrir þau. Fengu að heyra að það kæmust 8 með fluginu heim. En starfsmaðurinn úti var rétt búinn að tilkynna það þegar er komið og sagt að það hafi verið tekin stjórnendaákvörðun um að þau yrðu að sitja eftir. SITJA EFTIR …. þetta eru 14 og 15 ára börn, hvar er ábyrgðartilfinningin?? Núna eru þau úti og vita ekkert, vita ekki hvenær og hvernig þau komast heim, missa af innanlandsfluginu hérna heima í dag. En nei nei PLAY er sama, þeir komust með fulla vél af fólki heim, skítt með leiðu og svekktu börnin og kennarana 2 sem eru föst í Hollandi.

Það er auðvelt að koma börnunum heim, það eru tvær flugvélar frá Icelandair að koma heim í dag og ég veit að það eru laus sæti í þeim. Já ég er svekkt og reið yfir þessu öllu saman og ætla mér ekki að láta þetta kyrrt liggja. Play skal svara fyrir þetta.“

Foreldrar í áfalli

Í samtali við DV segir Kristín Þóra að flugfélagið eigi ekki að komast þegjandi og hljóðalaust upp með að skilja ólögráða unglinga eftir með kennurum sökum ofbókunar. Börnin úti séu með leyfisbréf frá forsjáraðilum fyrir ferðinni og það leyfi renni út í dag.

„Það er við þurftum að skrifa undir og dagsetja tímann sem kennararnir væru með leyfi til að sjá um börnin í ferðinni. Hér eru flestir foreldrar í sjokki yfir þessu öllu og skilja ekki framkomu PLAY sem passar að láta engan ná í sig.“

Mögulega standi til að keyra börnin frá Amsterdam til Kaupmannahafnar þar sem þau muni gista í nótt og fljúga svo heim á morgun. Með réttu ættu börnin að lenda á Egilsstöðum klukkan 18 í dag.

Önnur móðir vakti athygli á málinu á Instagram þar sem hún segir að kennurunum hafi verið sagt að finna út úr stöðunni. Hópurinn hafi fyrir löngu keypt og borgað fyrir sæti sín.

„Ég er svo brjáluð að ég veit ekki hvað ég á að segja.“

Flugið hafi hafi verið yfirbókað um 21 sæti en enginn látinn vita um þá stöðu fyrr en hópurinn var kominn á flugvöllinn.

Málið í algjörum forgangi og börnin komast heim á morgun

Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi hjá PLAY staðfestir í samtali við DV að flugið hafi verið yfirbókað. Nú sé kappkostað að koma hópnum heim og er stefnt á að koma þeim fyrst til Brussel og þaðan til Íslands í fyrramálið. Fær hópurinn að gista á hóteli í nótt, og er mál þeirra í algjörum forgangi. Ekki sé ljóst hvers vegna flugið var jafn yfirbókað og það var en málið verður nú tekið til ítarlegrar skoðunar innan félagsins, sem harmar uppákomuna, til að kanna hvernig þessi staða kom upp og til að fyrirbyggja að atvik sem þetta endurtaki sig.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Öryggisgæsla hert eftir uppákomuna á föstudag – Fulltrúar erlendra ríkja undrandi

Öryggisgæsla hert eftir uppákomuna á föstudag – Fulltrúar erlendra ríkja undrandi
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Veðrið tekur stakkaskiptum í vikunni – Hvassviðri, rigning og snjókoma í kortunum

Veðrið tekur stakkaskiptum í vikunni – Hvassviðri, rigning og snjókoma í kortunum
Fréttir
Í gær

Vilja banna eða herða reglur um rafskútuleigur – Reynslan sýni slæma umgengni

Vilja banna eða herða reglur um rafskútuleigur – Reynslan sýni slæma umgengni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Falsfrétt um að að Ísland hafi bannað covid bóluefni gengur um netheima

Falsfrétt um að að Ísland hafi bannað covid bóluefni gengur um netheima
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimilishrotti hlaut 12 mánaða dóm fyrir ofbeldi gegn barnsmóður og þriggja vikna barni þeirra – Fékk 4 ára dóm 2017 fyrir enn grófara ofbeldi gegn fyrri sambýliskonu

Heimilishrotti hlaut 12 mánaða dóm fyrir ofbeldi gegn barnsmóður og þriggja vikna barni þeirra – Fékk 4 ára dóm 2017 fyrir enn grófara ofbeldi gegn fyrri sambýliskonu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pétur fer yfir stöðuna og framtíðarlausnir í málum Grindvíkinga – „Ljóst að einhver er að fá sér ábót af kökunni og láta aðra greiða fyrir þessa ábót“

Pétur fer yfir stöðuna og framtíðarlausnir í málum Grindvíkinga – „Ljóst að einhver er að fá sér ábót af kökunni og láta aðra greiða fyrir þessa ábót“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur staðfestir 16 ára fangelsisdóm yfir Magnúsi Aroni

Landsréttur staðfestir 16 ára fangelsisdóm yfir Magnúsi Aroni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Signý getur ekki orða bundist: Segir að þetta verði aldrei framar í boði á hennar heimili

Signý getur ekki orða bundist: Segir að þetta verði aldrei framar í boði á hennar heimili