fbpx
Mánudagur 11.desember 2023
Fréttir

Hatursglæpurinn á Hverfisgötu – „„Fólk deyr í svona árásum“

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 28. september 2023 14:30

Jón Thoroddsen og Alexandra Briem

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér verður ennþá óglatt við tilhugsunina um hversu ósanngjörn og tilefnislaus þessi árás var,“ segir Jón Thoroddsen, félagi í Samtökunum ´78. Jón var viðstaddur umfangsmikla norræna ráðstefnu samtakanna á þriðjudaginn og var sessunautur manns sem síðar varð fyrir óhugnalegri líkamsárás á Hverfisgötu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú sem mögulegan hatursglæp.

Jón er í engum vafa um að svo hafi verið og fullyrðir að árásarmennirnir tveir hafi ráðist á viðkomandi því hann skartaði regnbogaborða um hálsinn á göngu sinni um miðborgina. „Það eina sem hann gerði rangt var að halda að hann gæti labbað einn, óhultur, í Regnbogaborginni fyrir miðnætti á þriðjudagskvöldi,“ segir Jón. Hann bendir á að sá sem hafi orðið fyrir árásinni hafi verið með aðra höndina í fatla eftir nýlegt óhapp og í því ljósi sé árásin sérstaklega ógeðfelld.

„Þeir sáu að hann var einn á ferð og þeir sáu líka að hann gat bara notað eina hönd til að verja sig og að þeir gætu ráðist á hann án þess að fá á sig skrámu. En til að vera alveg öruggir þá ákváðu þeir samt að ganga framhjá svo þeir gætu komið honum að óvörum aftan frá,“ segir Jón.

Sá sem varð fyrir árásinni var kýldur í andlitið og brotnuðu meðal annars tennur í honum auk annarra áverka. Hann var fluttur upp á slysadeild til aðhlynningar og telur Jón að litlu hafi mátt muna að verr færi. „Fólk deyr í svona árásum. Líka á litla Íslandi. Sem betur fer gerðist það ekki núna,“ segir Jón. Hvetur hann alla þá sem geta veitt upplýsingar um árásina að stíga fram svo að hægt sé að hafa hendur í hári þeirra sem frömdu ódæðið.

Niðurdrepandi að vera kominn á þennan stað aftur

Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, var viðstödd umrædda ráðstefnu og vildi svo til að hún sat vinnustofu með þeim sem varð fyrir árásinni. „Við þekkjumst ekki neitt en þetta var lágvaxinn og vinalegur maður. Hann virkaði á mig sem hlédrægur, jafnvel feiminn. Það er alveg með ólíkindum að hugsa til þess að einhver hafi ákveðið að ráðast á þennan mann, ekki síst í ljósi þess að hann var með hendina í fatla. Fyrir utan hatursglæpin í þessu, hvers konar manneskjur ráðast með ofbeldi gegn einhverjum með endina í fatla?“ segir Alexandra.

Hún segir að tíðindin af líkamsárásinni hafi verið skelfileg og hinsegin samfélagið sé einfaldlega miður sín. „Þetta bakslag í réttindabaráttunni, sem talað hefur verið um, hefur verið mjög greinilegt á samfélagsmiðlum en það er afar niðurdrepandi að það sé farið að brjótast út með þessum hætti. Ég átti ekki von á því að við værum komin á þennan stað aftur, að hinsegin fólk þyrfti að óttast um öryggi sitt,“ segir Alexandra.

Segist hún meðal annars hafa heyrt útundan að ungt fólk sé aftur farið að veigra sér við því að koma út úr skápnum, svo hatrömm sé umræðan orðin. „Það er staða sem ég hélt að við hefðum yfirgefið fyrir löngu,“ segir borgarfulltrúinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pétur fer yfir stöðuna og framtíðarlausnir í málum Grindvíkinga – „Ljóst að einhver er að fá sér ábót af kökunni og láta aðra greiða fyrir þessa ábót“

Pétur fer yfir stöðuna og framtíðarlausnir í málum Grindvíkinga – „Ljóst að einhver er að fá sér ábót af kökunni og láta aðra greiða fyrir þessa ábót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfskonur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu pöntuðu strippara í fræðsluferð um hatursglæpi

Starfskonur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu pöntuðu strippara í fræðsluferð um hatursglæpi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Signý getur ekki orða bundist: Segir að þetta verði aldrei framar í boði á hennar heimili

Signý getur ekki orða bundist: Segir að þetta verði aldrei framar í boði á hennar heimili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar birtir dásamlega mynd: Sést aftur á morgun en svo ekki fyrr en 2025

Sævar birtir dásamlega mynd: Sést aftur á morgun en svo ekki fyrr en 2025
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórdís Kolbrún og öll fjölskyldan þagði yfir einstakri gjöf sem grætti móður hennar – „Held að mað­ur eigi aldrei eft­ir að upp­lifa þetta aft­ur“

Þórdís Kolbrún og öll fjölskyldan þagði yfir einstakri gjöf sem grætti móður hennar – „Held að mað­ur eigi aldrei eft­ir að upp­lifa þetta aft­ur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pisa-martröðin: Segja að samræmd próf séu svarið

Pisa-martröðin: Segja að samræmd próf séu svarið