fbpx
Mánudagur 11.desember 2023
Fréttir

Ópíóðafaraldur á Íslandi – „Rúmlega 30 ungmenni hafi látist bara á þessu ári“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. september 2023 12:00

Alvarlegur ópíóðafaraldur geisar hérlendis

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alvarlegur faraldur ópíóðanotkunar geisar á Íslandi og er alvarlegri en nokkru sinni hefur áður sést hér á landi. „Áreiðanlegar upplýsingar segja að rúmlega 30 ungmenni hafi látist bara á þessu ári, sem
á sér ekki hliðstæðu við þau lönd sem við berum okkur við.“  Þetta kemur fram í umsögn Berglindar Gunnarsdóttur Straumberg,  framkvæmdastjóra Foreldrahúss, í umsögn hennar til Fjárlaganefndar . RÚV vakti fyrst athygli á málinu en félagasamtökin, sem í dag eru rekin með styrkjum, eru að óska eftir því að komast á fjárlög til að tryggja reksturinn.

Foreldrahús var stofnað fyrir 37 árum en um er að ræða eina sértæka úræðið á Íslandi sem tekur á áfengis- og vímuefnavanda unglinga og freistar þess að styðja og valdefla forelda sem eiga börn í klóm fíknar. Í umsögn Berglindar kemur fram að komum í Foreldrahús hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Árið 2022 voru 3.476 skráðar komur en til samanburðar voru þær 3.242 árið 2021, 2.552 árið 2020 og 2.410 árið 2019.

Bendir Berglind á að í nágrannalöndum okkar hafi verið stórefld fjárfesting í sambærilegum úrræðum og Foreldrahús býður upp á en samtökunum sé þröngur stakkur sniðinn hér á landi. „Við getum ekki boðið þjónustu án endurgjalds fyrir fólk sem kemur inn af götunni vegna skorts á fjárstuðningi hins opinbera. Við höfum leitað eftir stuðningi stjórnvaldsins í mörg ár og fengið styrki. En þeir hafa dugað skammt, enda hefur eftirspurn eftir þjónustu okkar aukist verulega. Okkur vantar sárlega frekari stuðning og óskum eftir því að komast á fjárlög,“ skrifar Berglind.

Einkarekin úrræði rándýr

Telja samtökin að mikilvæg sérþekking, sem er ekki til staðar annarsstaðar í kerfinu, muni tapast ef rekstrargrundvöllur Foreldrahúss sé ekki tryggður.

„Vandi barna og unglinga myndi færast inn á önnur yfirfull og margfalt dýrari úrræði sem nú þegar eru langir biðlistar í. Má í þessu sambandi nefna BUGL þar sem hundruði barna bíða úrlausnar. Hluti þeirra barna gætu komið í Foreldahús ef það væri gjaldfrjálst. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er fyrsta stopp foreldra, en þar er ekki að finna sérfræðiþekkingu eins og Foreldrahúss. Einkarekin úrræði eru rándýr fyrir foreldra og samræmist ekki sjónarmiðum laga um rétt barna til þjónustu. Það á ekki að mismuna börnum eftir stétt eða fjárhagsstöðu foreldra,“ skrifar Berglind.

Segir hún að Foreldrahús þurfi rúmlega 10,5 milljónir króna á mánuði, alls um 127 milljónir árlega, til að tryggja reksturinn.

„Foreldrahús er ódýrt og faglegt úrræði með einstaka sérþekkingu,“ segir Berglind.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Öryggisgæsla hert eftir uppákomuna á föstudag – Fulltrúar erlendra ríkja undrandi

Öryggisgæsla hert eftir uppákomuna á föstudag – Fulltrúar erlendra ríkja undrandi
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Veðrið tekur stakkaskiptum í vikunni – Hvassviðri, rigning og snjókoma í kortunum

Veðrið tekur stakkaskiptum í vikunni – Hvassviðri, rigning og snjókoma í kortunum
Fréttir
Í gær

Vilja banna eða herða reglur um rafskútuleigur – Reynslan sýni slæma umgengni

Vilja banna eða herða reglur um rafskútuleigur – Reynslan sýni slæma umgengni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Falsfrétt um að að Ísland hafi bannað covid bóluefni gengur um netheima

Falsfrétt um að að Ísland hafi bannað covid bóluefni gengur um netheima
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimilishrotti hlaut 12 mánaða dóm fyrir ofbeldi gegn barnsmóður og þriggja vikna barni þeirra – Fékk 4 ára dóm 2017 fyrir enn grófara ofbeldi gegn fyrri sambýliskonu

Heimilishrotti hlaut 12 mánaða dóm fyrir ofbeldi gegn barnsmóður og þriggja vikna barni þeirra – Fékk 4 ára dóm 2017 fyrir enn grófara ofbeldi gegn fyrri sambýliskonu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pétur fer yfir stöðuna og framtíðarlausnir í málum Grindvíkinga – „Ljóst að einhver er að fá sér ábót af kökunni og láta aðra greiða fyrir þessa ábót“

Pétur fer yfir stöðuna og framtíðarlausnir í málum Grindvíkinga – „Ljóst að einhver er að fá sér ábót af kökunni og láta aðra greiða fyrir þessa ábót“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur staðfestir 16 ára fangelsisdóm yfir Magnúsi Aroni

Landsréttur staðfestir 16 ára fangelsisdóm yfir Magnúsi Aroni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Signý getur ekki orða bundist: Segir að þetta verði aldrei framar í boði á hennar heimili

Signý getur ekki orða bundist: Segir að þetta verði aldrei framar í boði á hennar heimili