fbpx
Laugardagur 02.desember 2023
Fréttir

Guðbjörg Magnúsdóttir látin

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. september 2023 19:04

Guðbjörg Magnúsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðbjörg Magnúsdóttir söngkona er látin, 49 ára að aldri, eftir erfiða baráttu við krabbamein. Guðbjörg andaðist föstudaginn 22. september síðastliðinn í Osló í Noregi en þar hafði hún verið búsett ásamt fjölskyldu sinni undanfarin ár.

Guðbjörg kom víða við á sínum söngferli með ýmsum hljómsveitum auk þess að gefa út efni á sjálf. Þá tók hún þátt í fjölmörgum sýningum á Broadway, söng inn á teiknimyndir og auglýsingar auk þess að fara út fyrir Íslands hönd á Eurovision árið 2000 þar sem hún söng bakraddir með þeim Einari Ágústi og Thelmu Björk í laginu Tell me.

Guðbjörg var einnig lærður söngkennari við Complete Vocal Institute í Danmörku og kom að ferli fjölmargra söngvara með kennslu sinni við Söngskóla Maríu Bjarkar.

Guðbjörg lætur eftir sig eiginmann, Kristján Má Hauksson, og fjögur börn þeirra. Fyrsta barn Guðbjargar, Magnús Óli, lést aðeins 11 ára að aldri en hann glímdi við fjölþætta fötlun. Guðbjörg ræddi ræddi andlát sonarins og lífshlaup hans í opinskáu viðtali við Fréttablaðið árið 2014.

Kristján Már tilkynnti um andlát eiginkonu sinnar á Facebook-síðu sinni.

„Það er mér óendanlega sárt að þurfa að segja frá því að yndislega Guðbjörg Magnúsdóttir, minn besti vinur, sálufélagi og eiginkona er fallin frá. Hún dó eftir hetjulega baráttu við krabbamein i morgun. Fyrir mína hönd, barna okkar og aðstandenda vil ég þakka fyrir allan þann velvilja og stuðning sem okkur hefur verið sýndur. Hún verður grafin á Íslandi við hlið sonar okkar Magnúsar Óla í október en nákvæm tímasetning hefur ekki verið ákveðin,“ sagði Kristján Már við vini og vandamenn á samfélagsmiðlinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Það er svo margt rangt við þessa framkvæmd alla að mig skortir orð til að lýsa hvað ég er gáttuð“

„Það er svo margt rangt við þessa framkvæmd alla að mig skortir orð til að lýsa hvað ég er gáttuð“
Fréttir
Í gær

Bróðir Eddu Bjarkar segir hana verða framselda til Noregs

Bróðir Eddu Bjarkar segir hana verða framselda til Noregs