fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fréttir

Heimkomnir rússneskir hermenn gengu berserksgang – Myrtu sex í litlum bæ

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. september 2023 04:05

Rússneskir hermenn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í rússneska bænum Derevyannoe upplifðu sannkallaðan hrylling þann 1. ágúst síðastliðinn. Þá gengu tveir menn, hermenn sem voru nýkomnir heim frá vígvellinum í Úkraínu, berserksgang og myrtu sex bæjarbúa. Báðir mennirnir höfðu hlotið refsidóma áður en þeir voru sendir til Úkraínu.

Sky News skýrir frá þessu  og segir að Igor Sofonov og Maxim Bochkarev hafi lagt upp í blóði drifna ferð um bæinn að kvöldi 1. ágúst.  Þeir voru undir áhrifum fíkniefna og áfengis þegar þeir lögðu upp í þessi blóði drifnu ferð.

Fyrst fóru þeir inn í hús eitt þar sem þeir stungu 71 árs mann og son hans til bana. Þremur öðrum börnum mannsins tókst að flýja og gera lögreglunni viðvart. „Faðir minn átti ekki skilið að deyja svona. Við erum úr góðri fjölskyldu. Svona átti hann ekki að deyja,“ sagði Irina Zhamoidina, dóttir mannsins, í samtali við Sky News og bætti við: „Mín skoðun er að allir þeir sem hafa verið í fangelsi eigi að fara aftur í það þótt þeir hafi verið í stríði. Þeir eiga ekki að búa innan um okkur hin, því þá gerast hlutir eins og þessir.“

En Sofonov og Bochkarev létu ekki hér við sitja því þeir kveiktu í húsinu og héldu síðan áfram för sinni. Þeir fóru inn í annað hús og myrtu alla íbúa þess, þrjá karla og eina konu.

Þetta var ekki í fyrsta sinn sem heimkomnir hermenn myrða fólk í Rússlandi. Fyrr á árinu myrti Ivan Rossomakhin, sem er 28 ára, 85 ára konu í bænum Novy Burets.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stefán Einar jós skömmum yfir kennara en var tekinn á teppið – „Eins og ofvirkur illa uppalinn skólastrákur“

Stefán Einar jós skömmum yfir kennara en var tekinn á teppið – „Eins og ofvirkur illa uppalinn skólastrákur“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þess vegna ættirðu alls ekki að naga neglurnar – Sjáðu myndbandið

Þess vegna ættirðu alls ekki að naga neglurnar – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Stefán Einar hafa komið í veg fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks í borginni – Stefán svarar fullum hálsi

Össur segir Stefán Einar hafa komið í veg fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks í borginni – Stefán svarar fullum hálsi